Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 148
148
EINAR BJARNASON
leyti endurtekning á því, sem fyrr hefur verið skrifað. Síðan kemur ættartala föður
Hjalta á Gilsá, Jóns bónda á Æsustöðum í Eyjafirði Jónssonar. Þar segir, að faðir
Jóns hafi verið Jón Ormsson, góður bóndi úr Flatey, er líka hafi verið á Flateyjardal,
sonur Orms sterka, er einnig hafi alizt þar upp. Móðir Jóns á Æsustöðum hafi verið
Guðrún Hálfdanardóttir Böðvarssonar, dóttir Astríðar laundóttur Björns lögréttu-
manns á Bakka í Öxnadal Hákonarsonar. Þessi frásögn verður varla rengd þegar
manntalið 1703 telur búa í Krosshúsum í Flatey Jón Jónsson, 22 ára, vafalaust ókvæntan,
og bústýru hans þar Guðrúnu Hálfdanardóttur, 50 ára, sjálfsagt móður hans.
Á 67. blaði hefst ættartala síra Björns í Saurbæ Gíslasonar, og síðar er rakin ætt
konu hans. Gengur þetta fram á 69. blað og er allt haft eftir eldri skráðum heimildum.
Næst er sagt hver hafi verið faðir Sigríðar konu Benedikts klausturhaldara á Möðru-
völlum Pálssonar, en síðan er rakin saman ætt þeirra Björns lögmanns Markússonar og
síra Gunnlaugs á Laugalandi Eiríkssonar.
Á aftari síðu 69. blaðs hefst föðurætt Einars hospítalshaldara í Möðrufelli Jónsson-
ar. Hún mun vera rétt rakin að öðru leyti en því, að síra Einar faðir Jóns á Steinsstöð-
um er talinn Jónsson, og sennilega hefur höfundur ekki þekkt framætt síra Einars. Höf.
skýrir frá því, sem óvíða er skýrt frá annarsstaðar, að föðurmóðir Rósu ömmu Einars
í Möðrufelli hafi verið Sigríður dóttir Sigfúsar lögréttumanns á Öxnhóli Ólafssonar,
og er ekki ástæða til að rengja þá ættfærslu. í framhaldi af ættfærslunni eru raktar
ættir kunnra manna frá 17. og 16. öld og lengra aftur, og er ekkert af því frumskráð
hér. Þetta nær langt fram á 74. blað, en þá tekur við móðurætt Jóns bónda í Sam-
komugerði Jónssonar á Skarði í Dalsmynni Árnasonar. Kona Jóns Árnasonar, sem
1703 býr á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði, var Ingibjörg Halldórsdóttir systir Gamla
á Hróastöðum, sem getið er framar í handritinu. Móðir hennar er hér nefnd Guðrún
Þórarinsdóttir, og mun það vera sú, sem 1703 er 70 ára á Melurn í Fnjóskadal. Guðrún
þessi mun vera síðasta kona Halldórs og ekki móðir Gamla, þótt höf. geti þessa ekki.
Ætt Guðrúnar mun vera rétt rakin í handritinu.
Á eftir þessu er því skotið inn liver hafi verið kona Sveins á Torfufelli Ólafssonar,
og er hið sama sagt sem á fyrsta smáblaðinu milli 59. og 60. blaðs, þar þó nokkru
fyllra. Næst þessu kemur niðjatal Þorláks biskups Skúlasonar, en að vísu ekki tæm-
andi. Þar hefur höf. gert þá skyssu að telja einn son Þorláks biskups Hallgrím sýslu-
mann í Múlasýslu, en Hallgrímur sá, sem hann á við, var sonur Jóns sýslumanns Þor-
lákssonar. Ætla má, að skekkja þessi stafi af því, að höf. hafi haft fyrir sér niðjatal
Þorláks biskups, sem hafi verið svo ógreinilegt, að hann villtist á merkjunum.
Á 76. blaði er innskot með annarri hendi en höfundar, er segir nokkru fyllra frá
niðjum Skúla landfógeta Magnússonar.
Á 77. blaði er sagt frá því hverjar hafi verið dætur Björns sýslumanns á Espihóli
Pálssonar. Á sama blaði er ættartala síra Þorláks í Miklagarði Grímssonar, og eru þar
hinar sömu rangfærslur um framætt Hrólfs sterka Bjarnasonar sem að framan er
getið.
Héðan og fram að aftari síðu 82. blaðs eru raktar ýmsar kunnar höfðingjaættir á