Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 128
128
JÓN HELGASON
máð, að hún hefur ekki orðið lesin nema með herkjubrögðum. Sögunni heldur áfram
í næsta kveri, og er fremsta blað þess eða 9. blað bókarinnar, sem nú er, heilt. En þar
á eftir hefur verið skorið úr blað, — eftirstöðvar af innra jaðri þess sjást enn við kjöl-
inn, — og vantar þar í söguna kafla frá því er Barði kemur með liði sínu til Þórarins
á Lækjamóti þangað til norðanmenn og Borgfirðingar eru komnir til alþingis og farn-
ir að skattyrðast þar (útg. Kálunds bls. 100, ísl. fornrit III 314—15). Eftir það stend-
ur niðurlag sögunnar á hálfu þriðja blaði.
A þeim hluta Heiðarvíga sögu sem varðveitzt hefur í skinnbókinni eru þrjár hend-
ur, eins og Kálund hefur tekið fram. Skipting þeirra er sem hér segir:
BI. 1—8 (fremsta kver): A-hönd.
Bl. 9 (fremsta blað í öðru kveri): B-hönd.
(Eitt blað vantar).
Bl. 10—12r (þar sem sögunni lýkur): C-hönd.
2
Frá blaði því er nýlega hefur fundizt úr Heiðarvíga sögu skýrir landsbókavörður á
öðrum stað í þessu riti. Blaðið er illa leikið, hefur verið brotið saman, eflaust til að
gera úr því hylki utan um einhvers konar vasakver, og má heita ólesandi þeim megin
sem út hefur snúið. Að sjálfsögðu hefur ýmissa bragða verið við leitað; m. a. var
blaðið sent til Kaupmannahafnar, ef takast mætti að hafa gagn af kvartslampa þeim
sem nýlega er kominn til Arna Magnússonar safns. Þessi lampi getur verið mesta þing
á dofnað letur; einna bezt hefur hann gefizt við Viglundar sögu og Grettis sögu í AM
551a, 4to. En þar sem letur er nuggað af eða slitið, er hann til lítils nýtur, og við Heiðar-
vígasögublaðið kemur hann ekki að haldi, svo að teljandi sé.
Meðan blaðið var í Kaupmannahöfn, bar ég mig að rýna í það eftir föngum, þó að
fyrir lítið kæmi, og skal nú gerð grein fyrir því sem ég þykist geta um það sagt.
Það er öldungis vafalaust að blaðið hefur endur fyrir löngu verið skorið úr skinn-
bókinni sem nú er í Stokkhólmi, og að það hefur fyrir öndverðu átt heima á eftir því
blaði sem nú er hið 9. í bókinni. Hér fellur allt í ljúfa löð: línufjöldi (29 línur á blað-
síðu), línulengd, stafagerð og rithendur. Blaðið fyllir, að svo miklu leyti sem lesið
verður, þá eyðu sem getið var í 3. tölulið í kaflanum hér að framan.
Utan af blaðinu hefur verið klippt eða skorið á þrjá vegu. Að ofanverðu hefur ver-
ið gengið svo nærri efstu línu að ekki er eftir nema neðri hluti stafanna. Að neðan-
verðu hefur mestöll neðsta lína verið numin burt. Af ytri spássíu hefur verið skorið
niður fyrir mitt blað og auk þess sneitt nokkuð úr efstu línunum. Smágöt eru á blað-
inu, líklega eftir þráð sem dreginn hafi verið í gegn til að halda hylkinu saman. En all-
ar þessar skemmdir eru þó smámunir einir hjá þeirri meðferð sem fremri blaðsíðan
hefur orðið að þola í vasa þess manns sem hafði blaðið að umbúðum utan um kver
sitt. Brotin skipta blaðinu í þrjá reiti (6-j-10—j—13 línur), og má heita að skriftin sé
þurrkuð af hinum efsta, svo að naumast sér móta fvrir staf; líku máli gegnir um hinn