Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 128
128 JÓN HELGASON máð, að hún hefur ekki orðið lesin nema með herkjubrögðum. Sögunni heldur áfram í næsta kveri, og er fremsta blað þess eða 9. blað bókarinnar, sem nú er, heilt. En þar á eftir hefur verið skorið úr blað, — eftirstöðvar af innra jaðri þess sjást enn við kjöl- inn, — og vantar þar í söguna kafla frá því er Barði kemur með liði sínu til Þórarins á Lækjamóti þangað til norðanmenn og Borgfirðingar eru komnir til alþingis og farn- ir að skattyrðast þar (útg. Kálunds bls. 100, ísl. fornrit III 314—15). Eftir það stend- ur niðurlag sögunnar á hálfu þriðja blaði. A þeim hluta Heiðarvíga sögu sem varðveitzt hefur í skinnbókinni eru þrjár hend- ur, eins og Kálund hefur tekið fram. Skipting þeirra er sem hér segir: BI. 1—8 (fremsta kver): A-hönd. Bl. 9 (fremsta blað í öðru kveri): B-hönd. (Eitt blað vantar). Bl. 10—12r (þar sem sögunni lýkur): C-hönd. 2 Frá blaði því er nýlega hefur fundizt úr Heiðarvíga sögu skýrir landsbókavörður á öðrum stað í þessu riti. Blaðið er illa leikið, hefur verið brotið saman, eflaust til að gera úr því hylki utan um einhvers konar vasakver, og má heita ólesandi þeim megin sem út hefur snúið. Að sjálfsögðu hefur ýmissa bragða verið við leitað; m. a. var blaðið sent til Kaupmannahafnar, ef takast mætti að hafa gagn af kvartslampa þeim sem nýlega er kominn til Arna Magnússonar safns. Þessi lampi getur verið mesta þing á dofnað letur; einna bezt hefur hann gefizt við Viglundar sögu og Grettis sögu í AM 551a, 4to. En þar sem letur er nuggað af eða slitið, er hann til lítils nýtur, og við Heiðar- vígasögublaðið kemur hann ekki að haldi, svo að teljandi sé. Meðan blaðið var í Kaupmannahöfn, bar ég mig að rýna í það eftir föngum, þó að fyrir lítið kæmi, og skal nú gerð grein fyrir því sem ég þykist geta um það sagt. Það er öldungis vafalaust að blaðið hefur endur fyrir löngu verið skorið úr skinn- bókinni sem nú er í Stokkhólmi, og að það hefur fyrir öndverðu átt heima á eftir því blaði sem nú er hið 9. í bókinni. Hér fellur allt í ljúfa löð: línufjöldi (29 línur á blað- síðu), línulengd, stafagerð og rithendur. Blaðið fyllir, að svo miklu leyti sem lesið verður, þá eyðu sem getið var í 3. tölulið í kaflanum hér að framan. Utan af blaðinu hefur verið klippt eða skorið á þrjá vegu. Að ofanverðu hefur ver- ið gengið svo nærri efstu línu að ekki er eftir nema neðri hluti stafanna. Að neðan- verðu hefur mestöll neðsta lína verið numin burt. Af ytri spássíu hefur verið skorið niður fyrir mitt blað og auk þess sneitt nokkuð úr efstu línunum. Smágöt eru á blað- inu, líklega eftir þráð sem dreginn hafi verið í gegn til að halda hylkinu saman. En all- ar þessar skemmdir eru þó smámunir einir hjá þeirri meðferð sem fremri blaðsíðan hefur orðið að þola í vasa þess manns sem hafði blaðið að umbúðum utan um kver sitt. Brotin skipta blaðinu í þrjá reiti (6-j-10—j—13 línur), og má heita að skriftin sé þurrkuð af hinum efsta, svo að naumast sér móta fvrir staf; líku máli gegnir um hinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.