Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 205
SKRÁ U M SKÁKRIT OG SMÁPRENT UM SKÁK
205
í niðurlagi tilkynningar c. segir svo: The proceeds of sale of these works are
applied (without deduction for expenses of printing) to the increase of the en-
dowment-fund of the Reykjavik Chess Club, the principal association of players
in Iceland. They may be ordered of Mr. Pétur Zophoníasson, Secretary of the
Chess Club, Reykjavík, Iceland (via Leith, Scotland), or of Mr. Halldór Her-
mannsson, Linnésgade 26, Copenhagen, Denmark.
Á kápu 1. h. í Uppnámi er verð hvers bindis talið 1 kr. á íslandi og 2 kr. erlendis.
I a. er verðið talið 2 shillings (hálfur dollar). I c. er verð bindisins talið 4 sh. (1 doll-
ar), og skákdæmaviðbætirinn, sérprentaður og bundinn, seldur fyrir sama verð, en 1
kr. á íslandi. Sérprentuð voru 250 eintök. Mjög lítill skákbæklingur kostaði 25 aura,
Nokkur skákdæmi og tafllok 2 kr., bundið 2.50. Skákdæmakort G. N. Cheneys 2 kr.
(hvert einstakt 10 au.) og skákdæmakort W. 0. Fiskes 35 au. (hvert einstakt 10 au.).
Ekki verður nú séð, hve mikinn hagnað í peningum Taflfélag Reykjavíkur hefur
haft af útgáfustarfsemi þessari; hefur sennilega lítið selzt erlendis, en Taflfélag Reykja-
víkur hefur fengið mestan hlut upplaganna til sölu. Hve stór þau voru, er mér ókunn-
ugt. Um 1918 var gerð gangskör að því að selja það, sem eftir var af þessum ritum
(nr. 1—5), er þá höfðu legið óhreyfð í mörg ár; mun þá hafa verið til meira en
hundrað af sumum, en minna af öðrum. Seldist þá allt upp, og eru öll þessi rit sjaldséð
nú orðið. En af orðum þeim, sem vitnað var í, virðist mega ráða, að Willard Fiske
hafi einnig gefið eða ætlað að gefa félaginu einhverja fjárhæð til sjóðstofnunar. Seint
mun ofmetið, hvern þátt Willard Fiske hefur átt í viðgangi skáklistarinnar á Islandi,
fyrst með útgáfu þessari og síðar, og sennilega miklu meir, með skákbókasafni sínu, er
hann gaf Landsbókasafni íslands eftir sinn dag.