Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 155

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 155
LÝSING O G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo 155 prestur á Undirfelli gæti verið síra Hálfdan Þórarinsson, sem getið er nyrðra á fyrri hluta 16. aldar. Ekki má heldur rengja ætt Ólafar konu Kolbeins á Stóruvöllum, til þess er of greinilega rakið, og líkast því, að höf. hafi haft skriflegar heimildir fyrir ættartölunni. Móðurætt Sölfa er rakin í karllegg til Sigurðar á Gilsá Bjarnasonar. Móðurmóðir Sölfa var Sesselja dóttir Eyjólfs Flóventssonar, sem var bróðir Jóns handalausa forföður höfundar, og voru þeir þannig skyldir að 4. og 6. Þá er ekki getið móður Magnúsar á Gilsá afa Sölfa, en sagt að móðir Sigurðar á Gilsá Bjarnasonar hafi verið Ásdís dóttir Jóns bónda á Felli í Kinn og móðir Ásdísar hafi verið Vilborg dóttir síra Jóns í Laufási Sigurðssonar. Á þenna hátt yrðu þeir réttir sexmenningar höf. og Sölfi. Þetta skýtur nokkuð skökku við, og þegar tímatalið er athugað sést, að þröngt verður um svona marga liði milli Magnúsar á Gilsá, sem er fæddur um 1635 samkvæmt manntalinu 1703, og síra Jóns í Laufási, sem varla getur verið fæddur fyrr en um 1530. Kaupmálabréf síra Jóns og konu hans Halldóru Þorbergsdóttur er skrif- að 29. apríl 1559 í Saurbæ í Eyjafirði, líklega á brúðkaupsdegi þeirra, er kaupmálinn var gerður. Þótt Vilborg hafi verið elsta barn þeirra, fædd um 1560, verður Ásdís dóttir hennar að vera fædd um 1580 og Sigurður sonur hennar um 1605 til þess að aldursbilið sé eðlilegt, en betur félli þetta allt, ef höfundur hefði hér villst og hið rétta væri, að Ásdís Jónsdóttir væri kona Sigurðar á Gilsá, móðir Magnúsar, fædd um 1600 og Vilborg móð- ir hennar fædd um 1570. Þá skýrðist einnig þögnin um móður Magnúsar á Gilsá. Nokkuð er einkennilegt, að höfundur hefur, þegar hann skrifar þetta, vafalaust ekki vitað, að Ólafur lögréttumaður, sem venjulega er kenndur við Núpufell, var sonur síra Jóns í Laufási og Halldóru Þorbergsdóttur, og getur hann þó Ólafs nokkrum sinnum og rekur frá honum ættir. Á 106. blaði rekur höf. niðja Egils Sveinssonar, föðurbróður Sölfa Tómassonar, sem 1703 býr í Stóradal í Eyjafirði. Egill var kvæntur ömmusystur höfundar, og hafa honum því verið niðjar þeirra nauðakunnugir. Þar að auki var Halldóra dóttir Egils gift Jóni Finnssyni hálfbróður Gísla föður höfundar. Á það, sem gekk af þessu blaði, er niðjar Egils höfðu verið taldir þar, hefur höf. bætt við stuttri greinargerð fyrir Ólöfu móður Þórarins Bjarnasonar í Sigluvík. Ólöf þessi var dóttir Halldórs á Hróastöðum Árnasonar, kona Bjarna, sem 1703 býr í Veisu í Fnjóskadal Þorlákssonar. Á 107. blaði er fyrst getið tveggja systra Sveins Magnússonar afa Sölfa Tómassonar. Ónnur þeirra var fyrri kona Einars í Melgerði Jónssonar, sem fyrr getur, en hin var kona Jóns í Hlíðarhaga bróður Einars. Fyrri kona Einars er ekki nefnd fyrr, og ekki hafa framar í handritinu verið gerð glögg skil á fyrri konu og síðari konu börn- um Einars. Hér er sagt, að fyrri konu börnin hafi verið Jón lögréttumaður í Hrauk- bæ og Árni bóndi á Tjörnum, og kemur þetta heim við aldur þeirra eins og hann er talinn í manntalinu 1703. Ennfremur hygg ég að Ivar í Dæli hafi verið fyrri konu sonur Einars, ef tilgátan um þá ættfærslu er rétt, sbr. það sem að framan segir. Aftan á þessu blaði tekur við ættar.tala Guðmundar ríka á Möðruvöllum, allt að sjálfsögðu tekið eftir eldri skráðum heimildum, og nær þetta fram á 108. blað, en þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.