Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 143
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
143
í lokin er talað um síra Jón sáluga, og hefur þetta því verið skrifað eftir lát hans 1776.
Móðurætt síra Jóns er rakin á 44. og 45. blaði, en sú ætt er kunn og hefur víða verið
skráð fyrr en hér.
Á 45. blaði er rakin ætt síra Magnúsar í Miklagarði Jónssonar, og systkini hans eru
þar greind. Er þetta Bustarfellsætt, sem hefur verið skráð fyrr en hér.
Á 46. blaði er rakin móðurætt Bergljótar Þórðardóttur, konu Þorkels á Draflastöð-
um Guðmundssonar, til Jóns biskups Arasonar. Bergljót þessi var dóttir Þórðar bónda
á Felli í Kinn Magnússonar og síðari konu hans Guðrúnar Hjaltadóttur Björnssonar
frá Teigi í Fljótshlíð. Þar er þess getið, að systir Guðrúnar hafi verið Steinunn Hjalta-
dótlir móðir Jóns, sem lengi var út á Á (þ. e. Glerá í Kræklingahlíð), og kona Jóns,
sem var á Þrúgsá í Eyjafirði. Þelta er vafalaust frumskráð hér, enda kemur síðar í
handritinu meira um þetta fólk.
Þá eru loks aftast á 46. blaði lalin börn Páls á Staðarhóli Jónssonar og Ilelgu konu
hans.,
Á 47. blaði hefst ættartala Þuríðar Jónsdóttur konu höfundar. Föðurætt hennar er
rakin út það blað og fyrri síðu 48. blaðs, en þá tekur við móðurætt Þuríðar fram á
49. blað. Enginn vafi er á því, að þetta er frumskráð hjá höfundi, og það er að því
leyti merkilegt, að hér og víða síðar í þessu handriti kemur í ljós vitneskja um svo-
nefnda Skáldstaðaætt, afkvæmi Péturs bónda á Skáldstöðum í Eyjafirði Jónssonar,
sem mun vera fæddur nálægt 1600, og ætt frá systkinum konu hans, Ingiríðar Jóns-
dóttur. Börn Péturs og Ingiríðar og börn systkina Ingiríðar eru flest á miðjum aldri
um 1700, og svo vel her ættatölum Guðmundar í Melgerði saman við manntalið 1703,
þar sem saman verður borið, að varla skeikar. Hér er skýrt frá því, að systkini Ingiríð-
ar hafi verið:
a) Þórunn, sem átti Jón nokkur, góður bóndi og nafnkenndur maður, sem búið hafi
í Hleiðargarði, en dóttir þeirra hafi verið Helga kona síra Jóns Hjaltasonar í
Saurbæ.
b) Elín, sem átti Sigurður bóndi í Kaupangi Þorláksson, og þeirra son hafi verið
Þorlákur á Stokkahlöðum.
c) Einar bóndi í Melgerði.
d) Jón bóndi í Hlíðarhaga.
Alhygli er vakin á systkinunum, sem höfundur telur hér, vegna þess, að síðar er öðru-
vísi rakið, en þetta, sem hér er sagt, hygg ég vera rétt, þótt systkinin séu ekki tæmandi
talin og annarsstaðar kunni það að vera fyllra, sem frá þeim er rakið.
Á 48. blaði segir höf., að Þuríður Einarsdóttir, móðurmóðir Þuríðar Jónsdóttur
konu sinnar, hafi verið dóttir Einars Helgasonar og konu hans Guðrúnar Þórðardótt-
ur, en móðir Guðrúnar hafi verið Þuríður Jónsdóttir systir Gottskálks Jónssonar for-
föður höfundar. Annarsstaðar segir hann, að Einar hafi verið Þórðarson, en líklega er
hið fyrra réttara.
Efst á 49. blaði segir, að síra Illugi á Stað í Kinn hafi verið bróðir Jóns á Urðum
Vigfússonar föður nýnefnds Gottskálks og Þuríðar, en þetta er rangt og byggist á hinni