Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 180

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 180
180 GUÐBRANDUR JÓNSSON að nokkru ráði fyrir 1535, svo að ekki sé talað um, ef hann hefði þá verið búinn að vera hér um 10 ár. Halldór Hermannsson hefur það ranglega eftir Páli E. Olasyni,13 að hann telji síra Jón hafa komið hingað 1535 eða árið áður, því að Páll telur beinlínis,14 einsog Jón Þorkelsson,15 líklegt, að síra Jón hafi komið hingað 1534. Það styðst þó ekki við neitt, nema ef vera skyldi prentár Breviarium Holense, einsog Jón úr Grunnavík greinir frá því, en síðar kemur í ljós, að Páll byggir þó ekki á því. Setja báðir hingaðkomu hans réttilega í samband við utanför síra Sigurðar þetta ár, en hvorugur hefur áttað sig á því, að síra Sigurður fer út síðsumars eða haustið 1534 (eftir 23. júlí),16 svo að þó hann hefði ráðið síra Jón hingað þegar eftir að hann kom út, er mjög ósenni- legt, að síra Jón hafi fengið tækifæri til þess að komast hingað þá um haustið eða vet- urinn. Það hefur hingað til leikið nokkur nærri óþarfa efi á því, hvenær Jón Matthíasson hafi komið hingað til lands. Mun sá efi allur stafa af margsögnum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík um þetta efni og um prentár Breviarium Holense. í orðabók sinni segir hann, að Jón sænski hafi komið hingað til lands 1523.17 Nær þetta engri átt, þegar af því, að herra Jón var þá enn ekki búinn að fá biskupsvígslu, enda kom hann ekki til Islands fyrr en 1525. Af svipaðri ástæðu er það, að Þorkell Jóhannesson hefur fært hingaðkomu síra Jóns sænska til áranna 1525 eða 1526,18 en fyrir því eru engin lík- indi og því síður nothæf heimild. Þá hefur Jón úr Grunnavík síðar breytt framburði sín- um um þetta atriði og telur Jón sænska hafa komið hingað á árunum 1530—1532.1!) Nokkuð svipað hefur síra Gunnar Pálsson í Hjarðarholti eftir síra Eyjólfi lærða á Völlum og sama segir Harboe.20 Heimild þeirra er þó ónýt, enda nær þetta ekki nokkurri átt. Um prentár Breviarium Holense segir Jón úr Grunnavík í uppskriftinni á titlum þess. lokatitlinum — colophon, að það sé 1534,21 en í annarri og yngri heimild frá hendi sama manns segir, að prentárið hafi verið „1535—6 eður 7“.22 Árin 1534 og 1535 koma þó ekki til greina, því að síra Sigurður fór utan um haustið 1534 og hefur því ekki komið heim fyrr en haustið eða sumarið 1535, og hefur Jón sænski þá að sjálfsögðu verið í för með honum. Enda þótt ekki sé hægt að sanna það, að Jón sænski hafi komið til íslands 1535, virðist það samt vera fullkomlega öruggt, vegna þess að ógerningur er að finna nokkurt annað líklegt tækifæri, sem hann hefur getað haft til að komast hingað, enda styðst sú skoðun fast við það, að Jón kemur fyrst við skjöl hér haustið 1535. Páll E. Ólason heldur því fram,23 að Breviarium Holense hafi verið prentað 1. maí 1535, fremur en 1536, en gáir þar ekki að því, að síra Jón hlýtur að hafa komið hingað vorið eða sumarið 1535, svo að 1. maí það ár kemur ekki til greina. Hins vegar er 1. maí 1536 hið fyrsta, sem kemur til greina, en þó naumlega, eins og að verður vikið. Það er óvíst, hvort Jón sænski hafi verið prestur, er hann kom hingað til lands, en það er síður en svo ólíklegt, því að hinir fyrstu prentarar, ekki sízt á Norður-Þýzka- landi og Norðurlöndum, völdust sérstaklega úr hópi kennimanna. En hvernig sem því hefur verið varið, þá hefur Jóni sænska verið lofað Breiðabólstað í Vesturhópi, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.