Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 135

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 135
BLAÐ LANDSBÓKASAFNS ÚR HEIÐARVÍGA SÖGU 135 vel fram. Siðan bregðr B(arði) suerði er haren haf|ði i henði. þeíta muret þu kenna er þer frenðr hafit att ok oft hejfir giarnan verit til lagðz. ok er þaí okynligt. ok skaurð eru nu morg | i er brotnaði Hér má heita að hver stafur sé augljós. Um stafagerð er engin ástæða að fjölyrða; hún sést bezt af eftirmynd hlaðsíðunnar. Stutt s merkir tvöfalt í orðunum os og þes. Um latneskt / eru tvö dæmi, í orðunum af og farit í 9.—10. 1., annars engilsaxneskt. Við ber að tveir stafir eru felldir saman, svo sem gð í bregðr, lagðz í 26. og 28. 1. Þegar til efnisins kemur, er helzt ástæða að minnast á þessi atriði: Barði víkur í ræðu sinni á lögbergi að hinurn fyrri ræðum sínum á sama stað; þær eru nú aðeins kunnar af endursögn Grunnavíkur-Jóns (sjá 14. kap. sögunnar í ísl. fornritum). Um sverð það er Barði bregður og kveður frændur Tinds hafa átt, hefur einnig verið talað fyrr í sögunni (sbr. innganginn bls. cxii-cxm í ísl. fornritum). Merkilegt er það að Tindur segir Barða fjölmennri á alþingi „en hjá Dofansfjöll- um“ og hlýtur þar að eiga við orustustaðinn á heiðinni. Örnefnið er ennþá til og er sýnt á herforingjaráðskortinu (Islands Kortlægning, bl. 45) í myndinni Dofinsfjöll. Um orustustaðinn má vísa í neðanmálsgrein í ísl. fornritum III, bls. 283—84; þar er helzt hallazt að því að barizt hafi verið í tanga í Kvíslavatni hinu nyrðra, en milli þess vatns (á kortinu Kvíslavötn) og Dofinsfjalla heitir nú Skjaldarhæð. Mér hefur flogið í hug að vera mætti að nafnið Dofansfjöll hafi að fornu gripið yfir bæði Dofins- fjöll (sem nú eru) og Skjaldarhæð, en úr því verða þeir að skera sem kunnugri eru þar á heiðum, hversu líkleg sú ágizkun er. Ur framgöngu Tinds Hallkelssonar á heiðinni gerir sagan ekki mikið. Hann kemur til bardagans með þremur mönnum öðrum, og er vandlega lýst vopnaviðskiptum þess- ara þriggja við norðanmenn, en Tinds að engu getið, nema hvað hann yrkir vísur og heggur höfuð af helsárum manni sem enga björg gat sér veitt. Þessi frásögn er undir- búningur að frýjuorðum Barða á þinginu. Mestur hluti neðstu línu blaðsins er skorinn af, svo að hér verður svo sem 10—12 orða eyða þangað til 10. blað skinnbókarinnar tekur við. Efnið hlýtur að hafa verið eitthvað á þessa leið: ‘og skörð eru nú mörg í er brotnaði [þá er ég vo félaga þína og frændur á heiðinni, en] hjöltum laust eg þig, fyr- ir því að mér þótti ekki annað að þér geranda’. Tindur hafi með öðrum orðum ekki verið sá bógur fyrir landi að eyðandi væri á hann egg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.