Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 153
LÝSING O G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
153
sonar talin Halldóra Jónsdóttir Einarssonar, bróSurdóttir Odds biskups í Skálholti, og
bróðir þeirra Jónanna er talinn Andrés móðurfaðir Guðna á Kirkjubóli í Höfnum og
Rupólfs á Býjaskerjum. Þessir Finnbogasynir eru, að því er ég bezt veit, fyrst ættfærð-
ir hér. Jón annar virðist vera dáinn áður en manntalið er tekið 1703, en Andrés býr
þá á Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Víst er, að enn einn bróðirinn var Guðmundur, sem
1703 býr í Nesi í Stokkseyrarhreppi. Þeir voru báðir lögréttumenn Andrés og Guð-
mundur. Halldóra móðir þeirra er 1703 88 ára hjá Andrési syni sínum. Hún ætti því
að vera fædd um 1614 eða 1615. Ef hún hefur verið skilgetin dóttir síra Jóns á Hofi
í Álftafirði Einarssonar, svo sem höf. segir, er hún fyrri konu barn hans, dóttir Guð-
rúnar Árnadóttur lögréttumanns á Grýtubakka Magnússonar, með því að þau síra
Jón og Guðrún giftust í Skálholti 1612 (Bisk. Bókm. II, 670), en Halldóru er hvergi
getið í öðrum og eldri ættatölum meðal barna síra Jóns og Guðrúnar, og ekki getur
síra Einar í Heydölum hennar í barnatöluflokki sínum, með því að þau 2 börn síra
Jóns og Guðrúnar, sem hann segir þar, að lifað hafi móður sína, eru Jón Búrmann og
Guðrún. Hórgetin dóttir síra Jóns mun hún ekki hafa verið, með því, að fyrir slíkt
hefði hann misst prestskap og ekki hefði farið hjá því, að slíks væri eínhversstaðar
getið. Hér hygg ég því, að höf. geri svipaða skyssu sem hann gerði fyrr, er hann rakti
ætt Guðmundar lrm. í Hleiðargarði Olafssonar þannig, að Oddur biskup væri afabróð-
ir hans. Hann lætur Halldóru hér vera bróðurdóttur biskups, sem er rangt, en mjög er
sennilegt, að hún hafi verið skyld honum, og að það hafi höf. vitað, en hann eða heim-
ildarmenn hans hafi skeytt rangt saman ættarböndin. Um ætt þessara Finnbogabarna
verður ekkert fullyrt að svo stöddu, en vegna þess hve margt er kunnugt af nánasta skyld-
fólki Odds biskups hygg ég, að við nákvæma rannsókn megi komast að því hverra manna
Halldóra móðir þeirra var.
Enn er á 102. blaði rakin móðurætt Sigurðar í Torfufelli.
Á milli 102. og 103. blaðs eru 8 smáblöð ótölusett. Á 2 fyrstu blöðunum er rakin
framætt Guðrúnar Runólfsdóttur, önimu Sigurðar í Torfufelli, systkini hennar talin og
nokkrir niðjar þeirra. Virðist þetta allt koma heim við manntalið 1703. Á 3.—6. blaði
er getið niðja Hálfdanar Böðvarssonar, sem bjó í Öxnadal, og konu hans Ástríðar laun-
dóttur Björns lrm. á Bakka í Oxnadal Hákonarsonar. Þar er þess m. a. getið, að ein
dóttir þeirra hafi verið Snjólaug (fyrst er skrifað Guðrún í handritinu, en síðar er því
með annarri hendi breytt í Snjólaug, enda mun hið fyrra vera misskrift, með því að
síðar á blöðunum er hún nefnd Snjólaug) móðir Jóns í Miðgerði í Eyjafirði Hallgríms-
sonar, en faðir Jóns er talinn Hallgrímur Hallgrímsson, er búið hafi í Skagafirði. Snjó-
laug Hálfdanardóttir er 1703 46 ára húskona á Tyrfingsstöðum í Skagafirði, og er þetta
vafalaust sú, sem hér er um að ræða. Hallgrím Hallgrímsson finn ég ekki þar, en Jón
sonur þeirra kann vel að vera sá, sem þá er 23 ára vinnuhjú á Egilsá í Norðurárdal.
Kona Jóns í Miðgerði er hér talin dóttir Halldórs í Miðgerði, sem þar býr 1703, Guð-
mundssonar. Halldór er hér talinn laungetinn sonur Guðmundar Grímssonar prests á
Hrafnagili. Höf. segir fróðustu menn ekki þekkja Grím prest á Hrafnagili, og ekki er
nú kunnur prestur þar með því nafni á þessum tíma. Höf. bætir þessu við: „en sr. Geir-