Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 182

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 182
182 GUÐBRANDURJÓNSSON verður að gera ráð fyrir því, að það hafi verið nokkuð notað, áður en það kom hing- að til lands. Mjög er það á huldu, hvað herra Jón hefur látið prenta i prentsmiðju sira Jóns sænska. Ekki er víst, nema um tvö rit: Breviarium Holense og Fjórir guðspjalla- menn,28 og ósennilegt að fleiri hafi verið. Síra Arngrímur Jónsson á Mel segir í Crymogæa, að síra Jón sænski hafi prentað „texta sunnudaga guðspjalla og pistla ... auk þess nokkur andleg kvæði (þ. e. sálma?), og að því er sagt er handbók presta, svo og, ef til vill, einn eða annan bækl- ing.“29 Björn á Skarðsá segir, að síra Jón hafi prentað „handbók presta, sunnudaga guðspjöll og fleira annað“,30 sem er nokkuð sama og síra Arngrímur segir. Síra Þórð- ur Jónsson í Hítardal segir svo til orðrétt hið sama og síra Arngrímur, en bætir við: „Það eitt er og víst, að biskup Jón Arason hefur látið prenta guðspjallabók í quarto á Breiðabólstað í Vesturhópi af síra Jóni svenska.“31 Þá segir Finnur biskup, að síra Jón hafi „sent úr prentsmiðju sinni handbók presta og, ef til vill, eitthvað annað“.32 Jafnframt segir Finnur biskup, að síra Jón hafi prentað „Breviarium Nidrosiense og, að því er sumir telja, latneskt almanak“.33 Loks hefur Jón Espólín nákvæmlega upp orð Björns á Skarðsá um þetta efni.34 A þessu er, eins og allir mega sjá, ekki mikið að græða og hvergi fast undir fótum, nema þegar Finnur Jónsson talar um Breviarium „Nidrosiense“, eins og hann kallar það, en þar fer hann efalaust eftir heimildum, sem síðar verða til færðar. Þegar heimildir þær, sem hér hafa verið greindar, segja frá handbók presta, eiga þær væntanlega einmitt við Breviarium. Hitt er óneitanlega freistandi að láta sér, eins og Páll E. Olason gerir,35 detta í hug, að átt sé við Guð- spjallabók Ólafs Hjaltasonar, þegar heimildirnar tala um guðspjöll og pistla sunnu- daganna, og er það því tiltækilegra, sem frásagnir þessar miða við það, sem síra Jón sænski prentaði, en ekki við það, sem herra Jón gaf út. En skýlaus og óhrekjandi vitnisburður síra Torfa í Gaulverjabæ30 sannar glögglega, að hér getur ekki verið um annað að ræða en þýðingu og prentun á fjórum guðspjöllum, og vísast um það í rit mitt Herra Jón Arason. Um Breviarium Holense eru nægir og öruggir vitnisburðir til, enda þótt þeim beri ekki fyllilega saman, en þann mismun er auðvelt að jafna. Allt, sem vitað er um Bre- viarium, er runnið frá Jóni Olafssyni úr Grunnavík, þeim manni, er sá síðasta ein- tak, sem til hefur verið af þessari bók svo vitað sé. Þetta eintak átti Árni Magnús- son, og fórst það í bruna Kaupmannahafnar 1728. Fyrst er til frásögn Jóns af titli bókarinnar og bókarlokum (colophon), og hefur hann ritað hvorttveggja upp eftir minni.37 Það hefur af sumum verið borið nokkuð mál í það, að Breviarium Holense hafi ekki verið nema aukin uppprentun á Breviarium Nidrosiense, sem prentað var í París 1519,38 en það hefur bókstaflega ekki við neitt að styðjast. Með þessum um- mælum er sérstaklega átt við Pál E. Ólason, er virðist byggja þessa skoðun á orðinu „adauctum“ í lokatitlinum á Breviario, sem hann leggur út „aukið“, og skilur svo, að það merki, að ritið sé uppprentun á Breviario Nidrosiense með viðaukum.39 Orðið adaugere hefur að vísu þessa merkingu, en merkir líka „að prýða“, kemur í þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.