Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 12
12
LANDSBÓKASAFNIÐ 1950 — 195 1
Lóð safnsins
Við brottflutning Þjóðminjasafnsins losnaði rishæð hússins og er nú beðið eftir
fjárveitingu til þess að breyta henni í nothæfa bókageymslu. Ef ekki verður unnt að
hefjast handa um þær framkvæmdir á þessu ári og salur Náttúrugripasafnsins fæst
eigi rýmdur, virðist ekki annað ráð fyrir hendi en að loka þeim deildum safnsins, sem
minnst eru notaðar, og koma bókunum fyrir í kössum á rishæðinni. Þrengsli eru nú
orðin svo mikil í öllum deildum safnsins, að ekki er unnt að koma fyrir neinum nýjum
bókum, nema hinar eldri séu látnar þoka. Þess er fastlega vænzt, að úr þessum örðug-
leikum greiðist hið allra fyrsta. Enn er nóg rúm í húsinu til þarfa Landsbókasafnsins,
ef það fengi sjálft að njóta þess.
A síðastliðnu vori voru gerðar nokkrar umbætur á lóð hússins,
þaktir götutroðningar og trjáplöntur gróðursettar í jöðrum lóð-
arinnar. Var þess vænzt, að vegfarendur mundu hlífa grasbletti og trjágróðri við á-
troðningi, þó að ekki væri sett upp varnargirðing, ef viðleitni væri sýnd til þess að
prýða lóðina og hirða eftir föngum. En þessi trú á umferðamenningu borgarbúa liefir
gersamlega brugðizt. Þó að hér þurfi hvorki að verjast sauðkindum né stórgripum er
nú fullreynt, að grasblettinum umhverfis húsið og trjágróðrinum þar verður ekki
haldið í sæmilegu lagi fyrr en þar er komin traust varnargirðing, sem kemur vegfar-
endum í skilning um, að þarna sé friðlýstur reitur.
Þegar bókasafn Jóns Sigurðssonar varð eign Landsbókasafnsins,
var ekki um það hirt að halda því sérstöku, heldur var því dreift
innan um aðrar bækur safnsins. Nú hefir verið ákveðið að koma
því öllu á einn stað og verður það því framvegis sérstök deild í safninu og bókunum
hlíft við sliti umfram það sem orðið er, eftir því sem við verður komið. Safnið verður
geymt í herbergi því, er áður var skrifstofa þjóðminjavarðar, og hefir þegar verið
komið þar fyrir bókahillum í því skyni. Bókasafn Jóns Sigurðssonar mun vera um
5000 bindi og er þar m. a. meginhluti þeirra rita, sem prentuð voru á íslenzku eða um
íslenzk efni fram undir 1879. Enginn hefir lagt merkilegri skerf til Landsbókasafnsins
en Jón Sigurðsson, bæði í prentuðum bókum og handritum. Virðist því ekki eiga illa
við að varðveita safn hans í sérstakri deild til minningar um fræðimanninn, sem á
sínum tíma bar höfuð og herðar yfir alla, er stund lögðu á íslenzka sögu og bókmennt-
ir, og er vafasamt, að nokkur hafi síðan gerzt sannfróðari um þau efni.
Árbókin er með svipuðu sniði og að undanförnu, gefin út í einu
lagi fyrir tvö ár. Til þess var ætlazt í upphafi, að hún kæmi út á
hverju ári, og verður reynt að koma útgáfunni í það horf hið fyrsta.
Bókasafn
Jóns Sigurðssonar
Árbókin
Landsbókasafni, 31. marz 1952
Finnur Sigmundsson.