Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 203
SKRÁ U M SKÁKRIT OG SMÁPRENT UM SKÁK
203
4. Skákdæmakort I—XXIV. 110 skákdæmi eptir George Nelson Cheney (1837—-
1861). Reykjavík MCMI.
25 spjöld í umslagi. A umslagi ofanritaður titill, enn fremur „Skákdæmi úr hand-
riti frá 14. öld“. Á afturhlið spjaldanna allra er prentað ,,Bréfspjald“, ásamt þýð-
ingu á því orði á 4 málum. Spjöldin eru 14.2X9.3 cm.
(Þýðandi: Halldór Hermannsson. Prentstaður: Wien).
Á fyrsta spjaldi, sem er ótölusett, er sami titill sem á umslagi, en annað skákdæmi „tileinkað
G. N. C.“ Hin spjöldin eru tölusett: Skákdæmakort I—XXIV. Á spjaldi nr. I—XII er 71 skák-
dæmi, á nr. XIII—XIV ráðningar á þeim dæmum, á nr. XV—XXII eru skákdæmi nr. 72—110 og
á nr. XXIII—XXIV eru ráðningar á þeim þrautum, og loks neðst á XXIV. spjaldi tafl milli P.
Morphys og G. N. Cheneys (með forgjöf). 1—9 eru tveggja leikja dæmi, 10—49 þriggja, 50—77
fjögurra, 78—94 fimm, 95—99 sex, 100 sjö, 101—102 níu og 103 tíu leikja. Þá eru 4 sjálfsmáts-
dæmi: 104 þriggja, 105 fimm, 106 sex og 107 átta leikja. 108—110 eru kölluð „Kátleg dæmi“,
108 þriggja, 109—110 fjögurra leikja.
Á I.—XII. skákdæmakorti stendur fyrir ofan skákdæmin: George Nelson Cheney fæddist í
New Jersey í Bandaríkjunum 11. febrúar 1837; bjó í Syracuse í New York; féll í orustunni hjá
Bull Run í Virginíu 21. júlí 1861. Á nr. XV—XXII eru ummæli merkra skákhöfunda um Cheney
á þýzku, spænsku og ensku. Á nr. XXII stendur m. a.: „Oll þessi 110 skákdæmi eptir Cheney
eru tekin úr hinu ágæta safni „American Chess-Nuts“ (New York 1868), útgefnu af Cook, Henry
og Gilberg." Neðst á flestum spjöldunum stendur: I Uppnámi gefur út. Kortin fást hjá ritara
Taflfélags Reykjavíkur. (For copies apply to the Secretary of the Chess Club, Reykjavík, Ice-
land).
5. 17 skákdæmi eptir William Orville Fiske. Reykjavík MCMII.
Umslag með ofanrituðum titli í rauðum lit í efra horni til vinstri.
I umslaginu eru 5 bréfspjöld, 14.2X9.3 cm., sbr. nr. 4. Á fyrsta spjaldi, sem er
titilblað fyrir hinum spjöldunum, stendur:
Skákdæmakort (2. Flokkur) I—IV. 17 Skákdæmi eptir William Orville Fiske.
Charles H. Stanley. Fyrsta skákdæmi prentað í Ameríku (1845). [Skákdæmi.]
Sjálfsmát í 4. leik. Reykjavík MCMII.
Hin spjöldin eru merkt: Skákdæmakort (2. Flokkur) I, II, III, IV. Þar fyrir
neðan stendur: William Orville Fiske fæddist í Ellisburgh í greifadæminu Jefferson
í New York í Bandaríkjunum 23. janúar 1835.
(Þýðandi: Halldór Hermannsson. Prentstaður: Wien).
Á I eru 6 skákdæmi, á II og III 5 skákdæmi, á IV eitt skákdæmi og ráðningar á öllum skák-
dæmunum nema því, sem er á titilspjaldinu. 1—2 eru tveggja leikja dæmi, 3—9 þriggja, 10—16
fjögurra og 17 sjö leikja.
6. a. Umslög utan um sendibréf, opin í hægra enda, 19.6X13.2 cm., blá, 15 alls. Efst
á miðju umslagi er skákdæmi eftir Samuel Loyd, nýtt dæmi á hverju umslagi; fyrir
ofan dæmið stendur: Loydiana 1 (—15), en undir því, í hve mörgum leikjum máta
skal. Skákdæmin sjálf eru 4.7 cm. á hvorn veg.
6. b. Umslög, hvít, 18.2X12.3 cm., með skákdæmum, hinum sömu sem að ofan getur.
(Prentstaður: Leipzig).