Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 208
208
ÍTALSKUR RITHÖFUNDUR
nútíðaríslenzku og nýju bókmenntunum,
og við lesturinn hefi eg lent á mörgu góðu.
Það var Drang nach Siiden sem greip róm-
antíska höfunda Þjóðverja. Um mig er
það á hinn veginn, a. nr. k. öðruhvoru, að
norðlægu löndin, sem eg hefi aldrei séð,
og bókmenntir þeirra, draga mig til sín.
(Eg hefi ekki ferðast annað en um Sviss,
Frakkland, Belgíu og Holland).
Síðan 1942 hefi eg átt heima í þessum
litla bæ, að undanskilinni stuttri dvöl á
Norður-Ítalíu.
Að jafnaði vinn eg að bókmenntastörf-
um 8—10 stundir á dag. Líkamsæfingar
iðka eg ekki aðrar en að ganga.
Og nú vænti eg, vinur góður, að eg sé
búinn að segja þér nóg um sjálfan mig.
Eða hefi eg máske þagað um eitthvað, sem
þú vildir vita? ....
Fyrstu þýðingar eftir dr. Prampolini úr
íslenzkum bókmenntum, sem mér er kunn-
ugt um, birtust 1930 í tímaritinu II Con-
vegno, sem gefið var út í Milano. Var sér-
stakt hefti af tímariti þessu tileinkað Is-
landi til minningar um þúsund ára afmæli
Alþingis, og annaðist dr. Prampolini út-
gáfuna. í heftinu eru þýðingar úr íslenzk-
um þjóðsögum, kvæðum eftir Bólu-Hjálm-
ar, Sigurð Breiðfjörð, Sveinbjörn Egils-
son, Pál Ölafsson, Steingrím Thorsteinsson,
Matthías Jochumsson og Einar Benedikts-
son, og sögum eftir Þorgils gjallanda, Ein-
ar Kvaran, Guðmund Friðjónsson, Jón
Trausta og Sigurð Nordal.
Síðar hafa komið út í þýðingu dr. Pram-
polinis a. m. k. þrjár íslenzkar skáldsögur:
Morgunn líjsins og Sigmar, eftir Kristmann
Guðmundsson, og Svartjugl, eftir Gunnar
Gunnarsson. Ýmsar þýðingar, sem ekki
hafa verið prentaðar, mun hann eiga í fór-
um sínum, einkum kvæði, gömul og ný.
Þýðingu á Egils sögu Skallagrímssonar
hefir hann í smíðum, en ekki er mér kunn-
ugt, hve langt því verki er komið.
Auk þeirra bókmenntastarfa, sem hér
hefir verið lauslega drepið á, hefir dr.
Prampolini kynnt löndum sínum íslenzkar
bókmenntir í fyrirlestrum og blaðagrein-
um. Enn er hann á góðum aldri og má
vænta þess, að hann láti ekki staðar numið
við það sem orðið er. Það mundi koma
honum vel og verða til uppörvunar, ef
bókagerðarmenn, höfundar eða útgefendur.
sýndu honum þá hugulsemi að senda hon-
um íslenzkar bækur. Landsbókasafnið
mundi fúslega annast sendingu bókanna,
ef óskað væri.
F. S.