Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 144
144
EINAR BJARNASON
röngu ættfærslu höfundar á síra Illuga á 40. blaði, en Jón á Urðum var einmitt sonur
síra Sigfúsar á Stað í Kinn Guðmundssonar.
Hér á 49. blaði er getið enn eins systkina Ingiríðar á Skáldstöðum, Arna Jónssonar,
og hefði hans átt að vera getið á 47. blaði. Árni er talinn hafa átt eina dóttur, sem
átti Þorstein Þorsteinsson bróður Ingimundar langafa höfundar. Höf. mun því hafa
verið vel kunnugt afkvæmi þeirra, sem búið mun hafa í nágrenni við hann í Eyjafirði.
Á miðri fyrri síðu 49. blaðs getur höf. Árna Péturssonar bónda á Illugastöðum í
Fnjóskadal, sonar Péturs á Skáldstöðum, sem fyrr er getið, og nefnir eina dóttur hans,
Jórunni, síðari konu Hallgríms lögréttumanns á Svalbarði Sigurðssonar og rekur frá
henni. Þá getur hann fyrri konu Þórðar á Felli í Kinn, sem síðar bjó á Illugastöðum,
Magnússonar, og segir hana hafa verið Bergljótu dóttur Árna bónda í Haga í Reykja-
dal Björnssonar á Laxamýri Magnússonar. Hér skeikar Guðmundi alveg, og sennilega
er frá honum runnin hin ranga ættfærsla á Bergljótu, sem Espholin og fleiri hafa í
ættatölum sínum. Manntalið 1703 telur hana Jónsdóttur, og er því sennilega rétt sú
ættfærsla, sem aðrir hafa, að hún hafi verið dóttir Jóns bónda á Felli í Kinn Árnason-
ar, enda bjó maður meðþví nafni á Felli um miðja 17. öld, en hvort það er rétt, sem segir
sumstaðar, að sá Árni hafi verið Geirmundarson, er vafasamt. I framhaldi af ættfærsl-
unni á Bergljótu nefnir höfundur nokkur önnur börn Árna í Haga Björnssonar, og er þar
rétt með farið.
Á miðju 49. blaði telur höf. ætt sína við fólk af Garðsárætt, þ. e. afkomendur Sig-
mundar bónda á Garðsá í Eyjafirði, sem menn vita ekki með vissu hvers son var. Guð-
rún Sigmundsdóttir frá Garðsá var kona Gottskálks á Helgastöðum langlangafa höf-
undar. Bróður Guðrúnar telur hann Árna bónda á Garðsá Sigmundsson, og það mun
vera rétt. Einnig það, að dóttir Árna hafi verið Rannveig móðir Ingibjargar konu
Gamla, sem 1703 býr á Hróastöðum í Fnjóskadal, Halldórssonar. Rannveig mun vera
dáin 1703, en sonur hennar, sem höfundur nefnir hér, mun vera sá Magnús Jónsson,
sem 1703 er vinnumaður á Jökli í Eyjafirði og er þá hjá honum dóttir hans, Rannveig
að nafni. Árni Sigmundsson hefur sennilega verið a. m. k. tvíkvæntur, og Rannveig
hefur líklega ekki verið sammæðra þeim Jóni, sem höf. nefnir hér bróður hennar, þótt
þess sé ekki getið hér. Sá Jón og bændur þeir, sem búa á Garðsá 1703, Jón og Sigmund-
ur, munu vera synir síðari konu Árna og allmiklu yngri en Rannveig.
Á síðari síðu 50. blaðs rekur höf. niðja Einars bónda í Melgerði Jónssonar. Fyrst
telur hann Jón lögréttumann í Hraukbæ í Kræklingahlíð og Árna bónda á Tjörnum í
Eyjafirði Einarssyni. Þeir voru albræður og eldri en þau börn Eina'rs, sem síðar eru
talin, þótt höf. geti þessa ekki og nefni ekki konu Einars fyrr en hann telur dætur hans,
en þá segir hann þær dætur hans og Kristínar konu hans, og er það rétt. Hann rekur
ekki ætt Kristínar hér, en hún var dóttir Jóns hreppstjóra í Stóradal Jónssonar, sem
fyrr getur.
Allt það, sem skráð er frá og með 47. blaði til síðari síðu 51. blaðs, mun vera frum-
skráð hjá höfundi.
Á 51. blaði rekur höf. föðurætt Margrétar Illugadóttur móður Jóns læknis Péturs-