Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 162
162
EINAR BJARNASON
7 barnanna. Hið áttunda mun vera Elín, sem Espholin telur hafa farið vestur með síra
Hjalta, en 1703 er 28 ára á Stað á Reykjanesi. Því mun það vera málum blandað, sem
Espholin segir í ættatölum sínum, að eitt þessara Þorsteinsbarna hafi verið Erlendur
forpagtari á Barðaströnd (Espholin p. 1145).
í kaflanum um síra Jón Hjaltason segir að Hjalti, Páll og Magnús, feðgarnir, faðir,
afi og langafi síra Jóns, hafi verið lögréttumenn og búið að Teigi. Magnús Hjaltason
var lögréttumaður, en hvorugur hinna. Um ætt Helgu konu síra Jóns Hjaltasonar segir
hér einungis, að Jón faðir hennar hafi búið á Völlum í Eyjafirði á undan síra Jóni,
sem þar bjó fyrst, en síðar á Núpufelli, áður en hann fór að Saurbæ. Höfundur er ekki
sjálfum sér samkvæmur um ætt Helgu. Hann er sjálfur frumheimildarmaður að niðja-
tali frá henni og frændfólki hennar og vegna þess, að hann er reikull í ættfærslunni á
Helgu, verður að reyna að leita annarra heimilda um ætt þessa og bera það, sem þær
kunna að segja, saman við handritið. Manntalið 1703 sýnir það, að Helga er um
mannsaldri yngri en það fólk, sem höf. ýmist telur systkini hennar eða móðursystkini.
Þessvegna eru strax meiri líkur fyrir því, að þau séu móðursystkini en systkini. Þórunn
Jónsdóttir er móðir Helgu nefnd og faðir hennar Jón Jónsson. Móðir systkinanna
Einars í Melgerði, Jóns í Hlíðarhaga, Ingiríðar konu Péturs á Skáldstöðum Jónssonar,
Elínar konu Sigurðar í Kaupangi Þorlákssonar og Arna á Krýnastöðum er einnig sum-
staðar í handritinu nefnd Þórunn Jónsdóttir, en annarsstaðar Þorgerður Arnadóttir.
Hið síðara hygg ég vera rétt og hið fyrra vera misskilning, sem stafi af því, að sumir
heimildarmenn höfundar muni hafa ætlað, að Helga í Saurbæ hafi verið ein þessara
systkina, en ekki systurdóttir þeirra.
Jón Magnússon, sem 1703 er sýslumaður í Búðardal í Saurbæ, en síðar bjó á Sól-
heimum í Sæmundarhlíð, hefur skrifað ættartölubók, og getur þess þar, að Bjarni
sonur Þorsteins nokkurs og Þorbjargar Bjarnadóttur lögréttumanns í Skriðu Pálsson-
ar hafi verið kvæntur Snjálaugu Jónsdóttur Ivarssonar og Þorgerðar Árnadóttur Geir-
mundarsonar. Dóttir Bjarna og Snjálaugar var Sigríður, sem 1703 er 58 ára gift
Snorra bónda á Ósi í Hörgárdal Þorvaldssyni. Foreldrar Snjálaugar, Jón ívarsson og
Þorgerður Árnadóttir, hafa verið á aldri við foreldra hinna fyrrnefndu systkina. Þegar
athuguð eru nöfnin á niðjum systkinanna, Ivar, Þorgerður, Árni og hið sjaldgæfa
nafn Aldís, en svo hét kona Árna Geirmundarsonar, og það nafn bar ein dóttir Péturs
á Skáldstöðum, fer mönnum ekki að blandast hugur um það, að Snjálaug kona Bjarna
Þorsteinssonar hafi verið ein hinna fyrrgreindu systkina og að foreldrar þeirra hafi
verið Jón ívarsson og Þorgerður dóttir Árna lögréttumanns í Vaðlaþingi Geirmundar-
sonar prests á Hrafnagili Jónssonar. Höf. nefnir ekki Snjálaugu meðal systkinanna
enda er hún og niðjar hennar orðin allfjarlæg höfundi, en hin systkinin og niðjar
þeirra eru miklu nær höfundi. Snjálaugarnafnið ber ein dótturdóttir Einars í Melgerði.
Fyrir ættfærslu þessari má færa enn fleiri líkur, en ekki er rúm til þess hér.
Saurbæjarprestatalinu lýkur með síra Þorsteini Jónssyni, sem dó 1748, og er þá
komið fram á 145. blað. Þá tekur við móðurætt Ólafs bónda á Öngulstöðum Sigfússon-
ar, en kona hans, Þóra Jónsdóttir, og höf. voru systkinabörn. í móðurættinni fatast höf.