Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 157
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
157
Ég veit ekki til þess, að þetta sé tekið eftir eldri skráðum heimildum, sem nú þekkjast,
en í ættartöluhandriti í Landsbókasafninu, í ættartölu Skúla landfógeta Magnússonar,
er sagt, að í „Epitaphio" eftir síra Magnús, prentuðum latínuversum, standi, að faðir
hans hafi verið Jón á Reykjarhóli í Fljótum Eiríksson Tómassonar Brandssonar, og
verður að telja þetta öruggustu heimildina um framætt síra Magnúsar. Hér eru enn
nokkrar smáskekkjur um ættfærslur á fólki á 16. öld, og hefur höf. hér farið eftir eldri
skráðum heimildum. Hann rekur framætt Þorgils lögréttumanns á Brimilsvöllum Jóns-
sonar svo: „Hans faðir Jón Þorgilsson hans faðir Þorgils Jónsson. Móðir Þorgils Jóns-
sonar var Guðrún Einarsdóttir. Hennar faðir Einar ábóti að Helgafelli.“ Utanmáls er
hér skrifað með hendi dr. Hannesar Þorsteinssonar: „Er víst hæpin ættfærsla.“ Jafnvel
þótt enginn Einar ábóti á Helgafelli þekkist, sem hér getur verið átt við, má vel vera,
að einhver sannleikur felist í þessari ættartölu, sbr. það sem segir í Sýslumannaæfum,
III. b. bls. 158 n.m.
í ættfærslunni á Ragnheiði Gísladóttur konu Þorgils á Brimilsvöllum hefur orðið
misskrift hjá höf. er hann telur móður Ragnheiðar Þórunni Halldórsdóttur í stað
Hannesdóttur, enda er Hannes nefndur síðar í ættartölunni.
Á 114. blaði hefst föðurætt Steins biskups á Hólum Jónssonar. Af samanburðinum
við Biskupasögur síra Jóns Halldórssonar, II. b. bls. 173—174, sést, að hér er nálega
orðrétt skrifað það um ætt Steins biskups, sem kemur fram í líkræðunni yfir biskupi,
sem síra Jón Þorleifsson hélt, og hefur h'öfundur haft hana fyrir sér, er hann skrifaði
þenna kafla.
Á eftir því, sem sagt er um Stein biskup á fyrri síðu 114. blaðs, hefur í fyrstu verið
eyða niður síðuna. Síðar hefur verið skrifað þar um manntjónið í stórubólu og harð-
indunum á síðustu árum 17. aldar.
Á síðara helmingi 114. blaðs hefst frásögn um börn Árna nefndarmanns á Illuga-
stöðum Péturssonar á Skáldstöðum Jónssonar. Árna er getið framar í handritinu, á
49. blaði, en hér er frásögnin fyllri. Hér er þess einnig getið, að bróðir Árna hafi ver-
ið Bjarni bóndi á Skáldstöðum, sem átti Herdísi Sigurðardóttur. Þetta er mikilsverð
vitneskja vegna þess, að Bjarni er látinn fyrir 1703 og nafn hans er því ekki í mann-
talinu. Hinsvegar býr Herdís Sigurðardóttir ekkja á Skáldstöðum 1703, og nöfn barna
hennar sverja sig eindregið í Skáldstaðaættina. Þá er getið þriðja bróðursins, Jóns
Péturssonar, sem þegar hefur verið nefndur á 46. blaði. Hér er sagt, að Olafur sonur
Jóns hafi búið á Fornastöðum í Fnjóskadal, en á 47. blaði er hann talinn hafa búið á
Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Þegar jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er
samin, 1712, býr Ólafur á Jórunnarstöðum, en 1703 búa þar 2 föðursystur hans. Síðar
mun hann hafa búið á Fornastöðum. Líklega er Ólafur sá, sem 1703 er vinnumaður á
Möðruvöllum í Hörgárdal, 32 ára. Kona hans var Guðrún Skúladóttir, sem 1703 er
17 ára hjá móður sinni á Kamphóli í Hörgárdal. Meðal barna þeirra var Skúli bóndi á
Þverá í Dalsmynni.
Fjórði bróðirinn, sonur Péturs á Skáldstöðum, var Björn, sem 1703 býr á Breiðu-
mýri í Reykjadal. Björn átti mörg börn, sem margt manna er komið af, en kunnugastur