Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 140
140
EINAR BJARNASON
rínu Grímsdóttur bónda á Lundi í Fnjóskadal. Þetta kemur heim við aðrar heimildir,
og síðar í handritinu gerir höfundur nánari grein fyrir ætt Gríms, sem hann segir að
liafi verið sonur Jóns bónda á Draflastöðum, og kemur þetta allt heim við önnur
gögn, sem kunn eru, og sýnir það, að alllangt hefur Guðmundur vitað ætt sína á suma
vegu án þess að hún lægi skráð fyrir, með því að ekki er kunnugt, að Draflastaðaætt-
in hafi verið skráð nema í brotum, þar sem hún snerti aðrar ættir. Ingibjörg er ekkja
1703, 48 ára gömul er manntalið er tekið, og býr þá í Argerði í Eyjafirði. Systir henn-
ar var Rannveig, sem 1703 er 56 ára gift Ogmundi bónda í Gröf í Kaupangssveit Þor-
steinssyni. Ein dætra þeirra var Katrín, sem væntanlega hefur borið nafn móðurmóð-
ur sinnar. Nú segir höfundur, að systir Katrínar Grímsdóttur hafi verið Þórey Gríms-
dóttir kona Björns bónda á Syðra-Hóli í Kaupangssveit og hún hafi verið móðir Guð-
rúnar konu Björns lögréttumanns í Hvassafelli Hallssonar, en Guðrún hafi verið ein
af sjö systkinum. Eitt þessara systkina var Arni bóndi á Syðra-Hóli Björnsson, faðir
Einars nefndarmanns úr Vaðlaþingi, sem leyfi fékk til hjúskapar með Katrínu fyrr-
nefndri Ogmundsdóttur vegna þremenningsfrændsemi. Vitneskjan um hjúskaparleyf-
ið styður ættfærslu Guðmundar.
Á 18. blaði hefst ættartala Þorláks Þórarinssonar kirkjuprests á Möðruvallaklaustri.
Ber allt það, sem þar segir um síra Þorlák og ætt hans, vitni um það, að þá vitneskju
hafi höf. beint frá síra Þorláki sjálfum, og sé rétt í hvívetna.
Á aftari síðu 18. blaðs greinir höf. frá föðurætt Helgasona, sona Helga Ólafssonar,
sem 1703 er 25 ára vinnumaður í Miklagarði í Eyjafirði. Hann rekur móðurætt Helga
til Sigfúsar í Hvassafelli Ólafssonar og endurtekur það, sem hann segir nokkru fram-
ar um ætt Sigfúsar og konu hans. Föðurætt Helga rekur hann hinsvegar ekki. Kona
Helga var Guðrún Hallgrímsdóttir, afasystir höfundar og því er honurn þetta fólk
kunnugt. Þá endurtekur höfundur það, sem hann nokkru framar sagði um konu Páls
í Árgerði, langömmubróður síns, segir hana ættaða vestan úr Hjaltadal og hafa kom-
ið í Eyjafjörð með Helgu Þorbergsdóttur fyrstu konu síra Gunnlaugs í Saurbæ Sig-
urðssonar, sem þjónustustúlka hennar.
Á blöðunum 20—23 incl. segir frá ætt og afkvæmi Gísla sýslumanns á Hlíðarenda,
og er það vitanlega tekið eftir ættatölum, sem höfundur hefur haft fyrir sér, og verður
ekki annað séð, en að það hljóti allt að vera rétt haft eftir. Á 24. blaði rekur höf. ætt
Stefáns biskups Jónssonar og niðja bræðra hans að nokkru, auðvitað einnig eftir
skráðum heimildum, en þar fer hann þó rangt með föðurætt Torfa í Klofa, og hefur
nafn Jóns föður Torfa fallið úr ættfærslunni.
Á 25. og 26. blaði er rakin framætt Jóns sýslumanns í Grenivík Jónssonar, og er
það vafalaust gert eftir skráðum heimildum, sem höfundur hefur haft fyrir sér.
Á 26. blaði rekur hann ætt Páls lögmanns Vigfússonar, systkina hans og föðursyst-
kina, og er auðvitað ekkert af því frumlegt. Á 28. og 29. blaði segir frá börnum Magn-
úsar prúða sýslumanns í Ógri Jónssonar og börnum Árna sýslumanns á Hlíðarenda
Gíslasonar, ekkert af því frumsamið.
Á 29. blaði rekur höf. ætt síra Magnúsar í Miklagarði Jónssonar til Jóns biskups