Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 11
LANDSBOKASAFNIÐ 1950 — 1 951
Lestrarsalur 1951
11
Mánuður Starfsdagar Tala gesta Lánaðar bækur Lánuð ha
Janúar 26 1936 2002 500
Febrúar . ... 23 1750 1842 430
Marz 24 1674 2168 597
Apríl 24 2074 2431 577
Maí 24 1958 1794 404
Júní 24 757 1299 299
Júlí 26 824 1788 535
Ágúst 26 793 1578 408
September . , 25 1002 1473 479
Október . ... 27 1588 1861 502
Nóvember . . 26 1831 1885 482
Desember . . 21 1176 1453 362
Samtals 296 17363 21574 5575
1950
1951
Notkun bóka í lestrarsal ejtir efnisflokkum
012345678 9
7041 284 563 1282 491 865 525 488 2685 3702
7807 293 503 1817 683 972 952 716 3888 3943
Utlán
Eins og getið var í síðustu Árbók, hefir útlán bóka verið tak-
markað, og eru íslenzkar bækur eða bækur um íslenzk efni ekki
lánaðar út nema sérstaklega standi á, og alls ekki, nema til sé annað eintak til notkunar
í lestrarsal. Hinsvegar eru erlendar bækur lánaðar út að undanskildum fágætum bók-
um, handbókum og safnritum. Hér fer á eftir yfirlit um útlán bóka eftir efnisflokkum
tvö síðustu árin:
Útlán bóka eftir efnisjlokkum L£n.
01234567 8 9 Alls takendur
1950 . 34 63 24 69 99 130 82 263 2036 766 3566 422
1951 . 33 62 28 51 93 140 35 303 1888 609 3242 454
Húsnæðismál
Húsnæðismál safnsins eru enn örðugasta viðfangsefni þess.
Nokkrar umbætur hafa verið gerðar í kjallara hússins, þar sem
áður var geymsla Þjóðminjasafns, en það rúm kemur ekki að fullum noturn fyrr en
sýningarsalur Náttúrugripasafnsins hefir verið rýmdur og fenginn Landsbókasafninu
til umráða. í síðustu Árbók var á það drepið, hve þunglega horfði í Landsbókasafn-
inu vegna þrengsla og sérstök áherzla á það lögð, að sjá yrði Náttúrugripasafninu
fyrir öðru húsnæði. Síðan eru liðin tvö ár, og enn bólar ekki á flutningi. Forstjórar
Náttúrugripasafnsins hafa að vísu fengið til umráða rúmgóðar skrifstofur i hinni nýju
höll Þjóðminjasafnsins, en ekkert rúm hefir fundizt þar ennþá fyrir sýningarmuni
safnsins. I hillum Landsbókasafnsins, sem ætlaðar voru bókmenntaarfi þjóðarinnar,
sitja enn eftir 40 ár úttroðnir spóar og hrafnar, og á þeim sést ekkert fararsnið.