Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 149
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
149
17. og 16. öld, og hefur höf. haft það allt eftir skráðum heimildum. Á síðari síðu 82.
blaðs er svo rakin móðurætt Skúla landfógeta.
Á 83. blaði er rakin ætt síra Sæmundar á Miklabæ Magnússonar í Bræðratungu
Sigurðssonar. Magnús er þar talinn hafa búið á Skútustöðum, en þar bjó faðir hans.
Magnús sjálfur mun a. m. k. lengst hafa búið syðra, og við Bræðratungu er hann
jafnan kenndur. Síðan er rakið frændfólk hans, Skarðverjar og Hrappseyjarfólk, og
bendir orðalagið „ég hygg“ til þess, að höf. hafi a. m. k. að nokkru leyti frumskráð
þetta. Margt af þessu fólki var stórefnað og landskunnugt og því mun höf. hafa kunnað
á því sæmileg skil þótt það byggi fjarri honum.
Á annarri síðu 84. blaðs er þess getið, að Sigfús lögréttumaður á Öxnhóli Ólafsson
hafi átt 2 Jóna fyrir syni, og annar hafi kvænzt fyrir sunnan Þorbjörgu Jónsdóttur
Hreggviðssonar, en þeirra dóttir hafi verið Guðrún kona Rögnvaldar, sem bjó á Öxn-
hóli 1703, Jónssonar. Nú segir manntalið 1703, að móðir Guðrúnar hafi verið Þor-
hjörg Magnúsdóttir, og er því ættfærsla höfundar á henni röng.
Framhaldið af þessu virðist koma á efri helmingi fyrri síðu 85. blaðs, er segir, að
hinn Jóninn Sigfússon hafi verið faðir Guðrúnar konu Hálfdanar bónda á Bakka og
Steinsstöðum í Öxnadal Björnssonar, og kemur þetta heim við manntalið 1703. Ekki
hefur höf. verið nákunnugur þessum ættum, enda er hann allfjarri þeim slóðum, er
það bjó á. Má því ætla, að Jónarnir hafi átt nokkur fleiri börn, og víst er, að sonur
annars þeirra var kunnur maður, Sigfús lögréttumaður í Súðavík.
Á neðra helmingi annarrar síðu 84. blaðs er getið tveggja dætra Ólafs lögréttu-
manns í Núpufelli Jónssonar, og á neðra helmingi fyrri síðu 85. blaðs er getið þriðju
dóttur hans og rakið frá henni. Á annarri síðu 85. blaðs og á næstu blöðum, fram á
88. blað, eru raktir niðjar síra Jóns í Vatnsfirði Arasonar og Magnúsar sýslumanns á
Reykhólum, bróður hans. Þar mun sjálfsagt að miklu leyti vera farið eftir skráðum
heimildum, en þó mun höf. sjálfur hafa kunnað beztu skil á ættfólki síra Gunnlaugs á
Laugalandi Eiríkssonar og konu síra Gunnlaugs nefnir hann þar, skýtur því inn í autt
bil, sem skilið hefur verið eftir í handritinu.
Á 88. blaði er rakin ætt Boga Benediktssonar í Hrappsey og síðar á sama blaði tek-
ur við ættartala Guðnýjar Björnsdóttur konu Þorláks í Miklagarði Grímssonar. í
föðurætt Guðnýjar er sú skekkja, að kona Bjarna lögréttumanns í Skriðu Pálssonar
er talin Halldóra yngri dóttir Jóns sýslumanns á Grund Björnssonar. Hún var systir
Jóns á Grund en ekki dóttir hans og hét að vísu Halldóra. Móðurætt Guðnýjar hefur
verið rakin nokkuð framar, á 16. og 17. blaði, og hún var í ætt við Guðmund í Mel-
gerði. Hér hefur höf. fyrst skrifað, að Grímur í Lundi, faðir Þóreyjar ömmu Guðnýjar
hafi verið Bjarnason, bróðir síra Odds á Möðruvöllum í Hörgárdal Bjarnasonar.
Föður þeirra hefur hann talið Bjarna Jónsson og föður Bjarna Jón, sem átti Drafla-
staði í Fnjóskadal „og var fornemi maður ættaður að vestan“. Síðar hefur höf. fengið
öruggari vitneskju um Grím og breytt „Bjarnason“ í Jónsson og „bróður síra Odds“ í
jöðurbróður síra Odds, og er þetta vafalaust hið rétta. Jón faðir Gríms í Lundi og
Bjarna virðist eftir öllum líkum að dæma hafa verið sonur Jóns yngra lögréttumanns