Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 198
198
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
þýtt rit eftir Palladíus. Það má telja víst, að síra Sigurður Jónsson að Grenjaðarstöð-
um hafi hinn 25. jan. 1560 þýtt eða lokið við að þýða ritling Palladíusar um djöful-
óða frá 1547. Og er þá aðgætanda, að sá ritlingur var ekki til prentaður á dönsku
fyrri en 1747, er hann var gefinn út í Danske Magazin III að undirlagi Langebeks
eftir handritinu Ny kgl. Saml. 106, b, 4to, er hann hafði átt. Getur þar nánar um þýð-
ingu síra Sigurðar. Langebek segir meðal annars, að hann hafi séð gamalt afrit af
þeirri þýðingu, skrifað um líkt leyti og hún var gerð, en einn af „vorum lærðu Is-
lendingum“, sem fyrir nokkrum árum hafði dvalið í Kaupmannahöfn, hafði átt hand-
ritið. (FróÖlegt hefði reyndar verið að vita, hver hann hefur verið). Titillinn er
prentaður í Danske Magazin á þessa leið: „En Vnderuisan, huernen thar kan hondlast
vid thau, sem er thyngder med Orimarius vmsatte, samsett af Doctor Petro Palladio,
Anno Domini 1547. En ur Daunsku islenskad af Sira Sigurde Jonssyne die con-
versionis Pauli 1560.“35
Við þenna titil er ýmislegt að athuga. Auðsæjar villur eru En f. Ein, thau f. than
(þanrc) og thyngder f. thyngdur (þyngdur), og er þá gert ráð fyrir venjulegum bönd-
urn í handritinu. Vmsatte kann að hafa staðið í handritinu, þótt vmsatre hefði veriö
öllu geðslegra. En Orimarius er harður undir tönn við fyrstu atrennu. Vitanlega er
hann hinn gamli sjálfur, en var síra Sigurður, einn virðulegasti kennimaður á sinni
tíð, harösvíraður „kabbalisti“? Auk þess finnst heiti þetta ekki í neinum fræðum. En
málið verður ofureinfalt, þegar þess er gætt, að thau stendur fyrir than, semsé u sett
fyrir n. Sé n sett fyrir u í Orimarius, kemur út Orimarins. Nú er það auðskiliö mál,
að Langebek hljóti að prenta þessa tilvitnun eftir skrifuðu minnisblaði. Líklega hefur
hann þá eins og endra nær notað fljótaskrift. Munurinn á r og v getur oft verið svo
hverfandi lítill, að hann er vart finnanlegur. Sé v sett fyrir r, kemur út Ovimarins, sem
auðvitaö á að vera Ovinarins.
Titill ritlingsins er því að réttu lagi svona: „Ein Vnderuisan, huernen þar kann
hondlast vid þann, sem er þyngdur med Ovinarins vmsatre.“36 í elzta handritinu að
þessum ritlingi á dönsku, sem geymt er í Váxjö, áttblöðungur frá því um 1557, hljóðar
titillinn svo: „En vnderuisning huorledis der kand hanlis met dem som erre besette“.
í yngri handritum er hann nokkuð á reiki, og stendur titill síra Sigurðar næst Váxjö-
handritinu.37
Erfiðara til skýringar er það, að Finnur biskup, eða réttara, Hannes biskup, skuli
geta þess, að almenningur hafi kallað ritlinginn Oriemus og tilfærir ýms orðatiltæki í
því sambandi.38 Þess ber að gæta, að varöveitzt hefur partur af bréfi til Hálfdanar
Einarssonar, rektors, sem Hannes Þorsteinsson með áritun sinni telur ritað af síra
Vigfúsi Jónssyni í Hítardal fyrir 1772; útgáfa 1. bindis Kirkjusögu Finns er þá
sennilega höfð í huga. Nokkru fyrir þann tíma hefur það samt verið skrifað, því rit-
höndin er styrk. í því segir meðal annars: „Um bok Sr. Sigurdar a Gren:st. hafed
þier / ut puto / ad visu riett, þvi orded Oriemus brukast en« allvida hier firer sunnan
og vestan um Olistugleika, Ogied Afynder og þess hattar, og jafnvel um Drauga Reim-
leika etc.“3!) Þeim, er ritar, þykir einsætt, að ritlingurinn hafi þá þegar verið horfinn