Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 133
BLAÐ LANDSBÓKASAFNS ÚR HEIÐARVÍGA SÖGU
133
fremst í línunum, t. d. s í ils fremst í 11. 1.; þvílík s með litlum krók aftur úr eru henni
eiginleg. C-höndin hefur síðan skrifað söguna á enda.
Nú tekur við nýr kapítuli sem hefst á 9. línu og endar á hinni 17. Þetta er sá hluti
blaðsíðunnar sem helzt virðist reynandi við, en þó er það fátt sem lesið verður með
fullri vissu.
í 9.—13. línu virðist mér þetta standa (línuskiptingu frumritsins haldið):
Nv er ad segia af sonu/n gils ok þeim frændum ad þeir vna illa uid
ooooo miklu latið hafa ok feingo ok koma til hermundar a g
ils bakka longvm. þuiat traust allt attu þeir vndir illhuga. ooo einn til oo
dir -B- nordan til haua fellz oooooooooooo valld at oooo goooo
ðar.
I þessum orðum er svo illt að greina hvað víst er eða miður víst að ég treysti mér
varla til að auðkenna það sem vafasamt sé; meðal þess sem ég þykist hafa séð Ijós-
ast eru orðin „sonum gils“ í 9. 1., „illhuga“ í 11. 1., „haua fellz“ í 12. 1. Þeir menn sem
hér eru nefndir „synir Gils“ hljóta að vera hinir sömu sem sagan kallar annars Gísl-
unga (sbr. Isl. fornrit III bls. cxv o. áfr.; til samanburðar má nefna að í skinnbókinni
er skrifað ýmist sl eða Is í nafninu Þorgísl). I 10.1. hefði farið vel ef unnt hefði verið að
lesa „[ok þottuz meira] miklu latið hafa en feing[it]“, en þó verður því illa komið
saman; annaðhvort orðanna „þottuz“ eða „meira“ hefði að vísu getað staðið með
minna letri ofan línu (slíks eru víðar dæmi hjá C-hendi þar sem orð hefur gleymzt
úr), en hitt er verra að „ok“ fyrir framan „feing“ er tiltölulega glöggt. í 11. 1. eru síð-
ustu orðin mjög vafasöm; fyrir framan „einn til“ (hvorugt orðið er víst) hef ég stund-
um þótzt sjá „baru“. Fremstu stafir í 12. 1. gætu verið úr orðinu „ferdir“ og ætti þá
að lesa næsta orð ,,Barða“ (- B- er venjuleg skammslöfun skrifarans fyrir nafnið Barði
í einhverri mynd). Stafaleifarnar síðast í línunni ásamt upphafi næstu línu kæmu vel
heim við þá ætlun að hér hefði staðið nafnið „g[uðm««]ðar“, en ekki verður séð, við
hvern þá muni átt.
Eftir þetta get ég aðeins greint fremstu stafi hverrar línu: í 14. 1. „ser“, 15. „norð“,
16. „ðr“, 17. „orð“.
Svo vafasamt sem allt þetta er, þá er þó eitt víst: kapítulinn hljóðar um tíðindi með-
al Hvítsíðinga (Gíslunga og Gilsbekkinga), líklega einkanlega um málatilbúnað þeirra,
eftir heiðarvígin.
í 18. línu hefst nýr kapítuli, og hefur upphafsstafurinn að vanda náð yfir þessa línu
og hina næstu. Stafirnir frémst í línunum eru, í 20.1. „da“, 21. ,,ok bi“, 22. „skil“, 23.
„•H'“ (?), 24. „f“, 25. ,,uera“, 26. „nz. oooðia“, 27. „fiooooost ma við ein[/?] elld
hooo“, 28. „ioooo“; aftast í þessari línu stendur „hann“ og fremst í 29. „s“. Það sem
rakið verður af einstökum stöfum annars er ekki þess virði að telja, því að hvergi verður
neitt lesið samfellt. En það er augljóst af því sem á eftir fer, að í þessum kapítula
hefur sögunni vikið til alþingis, og um það bil sem blaðsíðan er á enda eru hvorir-
tveggju þangað komnir með sínu liði, Barði og andstæðingar lians.