Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 166
166
EINAR BJARNASON
er rétt, en ekki er leiðrétt föðurnafn síðari konunnar. Síðan er sagt, að synir Steinun-
ar og Halls hafi verið Björn í Hvassafelli og síra Bjarni á Grund. Hið rétta er, að síra
Bjarni var sonur Herdísar, en Björn sonur Guðrúnar síðari konu Halls. A 184. blaði
er sagt frá afkvæmi og frændfólki Steinunnar Sigurðardóttur, sem flest var í Skaga-
firði, og kennir þar margra missagna. Hafa heimildir höf. fyrir ætt þessari verið ó-
tryggar. Steinunn Sigurðardóttir er hér talin hafa átt Jón Rafnsson fyrr. Hið rétta er,
að hún var eingift, átti Rafn lögréttumann í Bjarnastaðahlíð Jónsson, bróður Herdísar
fyrri konu Halls. Steinunn var systurdóttir Halls. Synir Steinunnar voru hinir tveir
Jónar Rafnssynir, sem höf. telur hafa búið á Hofi og í Hlíð (Bjarnastaðahlíð), Árni í
Húsey og Stefán á Silfrastöðum, sem ekki var lögréttumaður eins og handritið segir.
í handritinu er Vigdís kona Árna í Húsey talin dóttir Steinunnar, og er það vitanlega
rangt. Hún var Þorkelsdóttir á Keldulandi í Skagafirði Jónssonar og Þóreyjar Kárs-
dóttur. Rétt mun það vera, að dóttir Árna og Vigdísar hafi verið Ingiríður móðir Ein-
ars í Sigtúnum Sveinssonar. Sennilega er hún sú, sem 1703 er 32 ára vinnukona í
Hvassafelli. Svo sem að framan segir telur höf. Steinunni dóttur síra Sigurðar Skúla-
sonar pr. í Goðdölum Magnússonar. Sá Sigurður var ekki til, en síra Sigurður faðir
Steinunnar var sonur síra Jóns í Laufási Sigurðssonar.
Á miðri aftari síðu 184. blaðs hefst ættartala Jóns biskups Teitssonar, samin af
Hálfdani Einarssyni skólameistara. Þessi kafli virðist ná yfir blöðin 185—198 incl. og
væri þess að vænta, að höf. hafi skrifað orðrétt upp rit Hálfdans skólameistara, en það
mun þó ekki vera svo. Þegar kemur að afkvæmi Sigurðar lögréttum. á Svalbarði Jóns-
sonar, á 190. blaði, fer höf. að verða hnútum kunnugur og virðist mér hann muni hafa
prjónað neðan við það, sem hann hafði fyrir sér, en einnig sleppt nokkru úr. Hann hefur
framarlega á 190. blaði byrjað að telja Sigurð á Svalbarði og systkini hans, og telur
Sigurð fyrstan. Næst honum kemur Steinunn systir hans og er framan við nafn henn-
ar ættliðsmerkingin „ggg)“, og því næst kemur Steinunn yngri og við hana merkið
„hhh)“. Úr hafa fallið 4 systkinin, en merkin bera þess vitni, að höfundur hefur skrif-
að kaflann upp úr niðjatali, sem hann hafði fyrir sér.
Á 199. blaði tekur við ættartala Sigurðar bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði Eiríks-
sonar, og er þetta töluverðu fyllra en á 64. blaði. Nær þetta fram á 200. blað, og er allt
án efa frumskráð. Þar er þess getið, að Helga kona síra Jóns í Saurbæ Hjaltasonar hafi
verið systir Einars í Melgerði og Jóns í Hlíðarhaga, sem vafalaust er þó rangt, sbr.
það sem að framan er sagt. Þá er hér enn sagt, að Halldóra móðir Jónanna Finnboga-
sona hafi verið dóttir síra Jóns á Hofi í Álptafirði Einarssonar, og tel ég það vera mis-
skilning höf. eins og fyrr segir. í framhaldi af ættfærslunni til síra Jóns Einarssonar
rekur höf. ýmsa ættliði til kunnra manna frá síra Einari í Heydölum, og er það haft
eftir eldri skráðum heimildum. Nær þetta fram á 203. blað, en þá tekur við móðurætt
Sigurðar á Möðruvöllum Eiríkssonar. Hún er rakin hér að framan, og kemur þar
víða fram í brotum. Hér segir, að foreldrar Einars í Melgerði, Jóns í Hlíðarhaga og
Helgu í Saurbæ hafi verið Jón bóndi í Hleiðargarði og Þórunn Jónsdóttir. Eins og
fyrr segir stangast þetta við það, að móðir þessara systkina hafi verið Þorgerður Árna-