Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 157

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 157
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo 157 Ég veit ekki til þess, að þetta sé tekið eftir eldri skráðum heimildum, sem nú þekkjast, en í ættartöluhandriti í Landsbókasafninu, í ættartölu Skúla landfógeta Magnússonar, er sagt, að í „Epitaphio" eftir síra Magnús, prentuðum latínuversum, standi, að faðir hans hafi verið Jón á Reykjarhóli í Fljótum Eiríksson Tómassonar Brandssonar, og verður að telja þetta öruggustu heimildina um framætt síra Magnúsar. Hér eru enn nokkrar smáskekkjur um ættfærslur á fólki á 16. öld, og hefur höf. hér farið eftir eldri skráðum heimildum. Hann rekur framætt Þorgils lögréttumanns á Brimilsvöllum Jóns- sonar svo: „Hans faðir Jón Þorgilsson hans faðir Þorgils Jónsson. Móðir Þorgils Jóns- sonar var Guðrún Einarsdóttir. Hennar faðir Einar ábóti að Helgafelli.“ Utanmáls er hér skrifað með hendi dr. Hannesar Þorsteinssonar: „Er víst hæpin ættfærsla.“ Jafnvel þótt enginn Einar ábóti á Helgafelli þekkist, sem hér getur verið átt við, má vel vera, að einhver sannleikur felist í þessari ættartölu, sbr. það sem segir í Sýslumannaæfum, III. b. bls. 158 n.m. í ættfærslunni á Ragnheiði Gísladóttur konu Þorgils á Brimilsvöllum hefur orðið misskrift hjá höf. er hann telur móður Ragnheiðar Þórunni Halldórsdóttur í stað Hannesdóttur, enda er Hannes nefndur síðar í ættartölunni. Á 114. blaði hefst föðurætt Steins biskups á Hólum Jónssonar. Af samanburðinum við Biskupasögur síra Jóns Halldórssonar, II. b. bls. 173—174, sést, að hér er nálega orðrétt skrifað það um ætt Steins biskups, sem kemur fram í líkræðunni yfir biskupi, sem síra Jón Þorleifsson hélt, og hefur h'öfundur haft hana fyrir sér, er hann skrifaði þenna kafla. Á eftir því, sem sagt er um Stein biskup á fyrri síðu 114. blaðs, hefur í fyrstu verið eyða niður síðuna. Síðar hefur verið skrifað þar um manntjónið í stórubólu og harð- indunum á síðustu árum 17. aldar. Á síðara helmingi 114. blaðs hefst frásögn um börn Árna nefndarmanns á Illuga- stöðum Péturssonar á Skáldstöðum Jónssonar. Árna er getið framar í handritinu, á 49. blaði, en hér er frásögnin fyllri. Hér er þess einnig getið, að bróðir Árna hafi ver- ið Bjarni bóndi á Skáldstöðum, sem átti Herdísi Sigurðardóttur. Þetta er mikilsverð vitneskja vegna þess, að Bjarni er látinn fyrir 1703 og nafn hans er því ekki í mann- talinu. Hinsvegar býr Herdís Sigurðardóttir ekkja á Skáldstöðum 1703, og nöfn barna hennar sverja sig eindregið í Skáldstaðaættina. Þá er getið þriðja bróðursins, Jóns Péturssonar, sem þegar hefur verið nefndur á 46. blaði. Hér er sagt, að Olafur sonur Jóns hafi búið á Fornastöðum í Fnjóskadal, en á 47. blaði er hann talinn hafa búið á Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Þegar jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er samin, 1712, býr Ólafur á Jórunnarstöðum, en 1703 búa þar 2 föðursystur hans. Síðar mun hann hafa búið á Fornastöðum. Líklega er Ólafur sá, sem 1703 er vinnumaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, 32 ára. Kona hans var Guðrún Skúladóttir, sem 1703 er 17 ára hjá móður sinni á Kamphóli í Hörgárdal. Meðal barna þeirra var Skúli bóndi á Þverá í Dalsmynni. Fjórði bróðirinn, sonur Péturs á Skáldstöðum, var Björn, sem 1703 býr á Breiðu- mýri í Reykjadal. Björn átti mörg börn, sem margt manna er komið af, en kunnugastur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.