Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 142

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 142
142 EINAR BJARNASON Á 40. blaði hefst ættartala Jóns Pálssonar og Kristínar systur hans og ætt Þuríðar Jónsdóttur, sem var á Krýnastöðum í Eyjafirði. Allt er þetta áður rakið í handritinu, en hér er það þó nokku fyllra, t. d. er hér sagt, að Guðrún Hallsdóttir, kona Páls í Gerðum Jónssonar, hafi verið sonardóttir Guðrúnar Olafsdóttur systur síra Halls í Höfða í Höfðahverfi Ólafssonar, og hefur höfundur þetta að líkindum frá munnmælum í ætt þessa fólks, en ekki úr skráðum heimildum, með því að hann rekur ekkert í kring um Guðrúnu. Móðurætt Jóns Pálssonar rekur hann til Jóns Illugasonar, sem nafn- kenndur hafi verið „að mörgum lystum, skáldskap og margri kunnáttu“, og er hér átt við Jón lærða í Skógum á Þelamörk. Höfundi skjátlast er hann rekur karllegg Jóns Illugasonar, sem var sonur síra Illuga á Stað í Kinn Helgasonar og Ingibjargar Jóns- dóttur prests í Laufási Sigurðssonar. Hann bætir Sigfúsi inn í karllegginn, milli Illuga og Helga, og mun það vera síra Sigfús á Stað í Kinn Guðmundsson, sem hefur ruglað hann í ríminu, enda munu hvergi í gömlum heimildum, a. m. k. ekki þeim, sem nú eru kunnar, vera raktar ættir frá Helga föður síra Illuga á Stað nema í brotum í niðjatölum frá öðrum og hefur höfundur því sjálfsagt ekki haft skráðar heimildir að styðjast við. Á 41. blaði rekur höf. ætt Þuríðar Guðmundsdóttur konu Jóns Illugasonar og gerir það rétt að öðru leyti en því, að hann telur Margréti konu Páls sýslumanns Grímsson- ar dóttur Erlends lögmanns Þorvarðssonar, en hún var dóttir Erlends sýslumanns á Ketilstöðum á Völlum Bjarnasonar. Árna lögréttumann í Stóradal Pétursson nefnir höf. „dalskegg“, og er annað tveggja, að hann rugli honum saman við Árna gamla dal- skegg, sem var miklu eldri maður, eða að Árni Pétursson hafi einnig verið nefndur „dalskeggur“, og er síður en svo fráleitt, að hann hafi einnig borið viðurnefnið, því að víst mun vera, að Árni Pétursson hafi borið nafn Árna gamla dalskeggs Einarssonar, og í Stóradal í Eyjafirði bjuggu þeir báðir. Árni Einarsson fyrri maður móður Árna Péturssonar var sonarsonur Árna gamla dalskeggs. Á 42. blaði er stutt ættartala Skúla landfógeta Magnússonar, en yfir hana hefur ver- ið skrifað með hendi höfundar: „Þessi ætt er Raung og Brjáluð en hier syðar má finna hana“. Þá kemur ættartala síra Jóns í Saurbæ Sigfússonar. I henni eru sömu villur sem að framan um konu Sigfúsar í Hvassafelli Ólafssonar og enn ein er hann telur síra Ólaf, föður Sigfúsar, son síra Jóns í Holti í Önundarfirði Símonarsonar. Auðséð er hvernig á þessari villu stendur. Höfundur eða sá, sem hann rakti þetta eftir, e. t. v. síra Jón Sig- fússon sjálfur, hefur haft hugmynd um samband ættarinnar við presta í Holti í Ön- undarfirði, bæði þann, er Jón hét, og þann, er var Símonarson, gert einn mann úr þeim báðum og tengt síðan rangt saman við ættina. Hið rétta er, að systir konu Sigfús- ar í Hvassafelli Olafssonar var Þorbjörg Guðmundsdóttir kona síra Jóns í Holti í Ön- undarfirði Sveinssonar pr. s. st. Símonarsonar. Þetta er án efa rakið eftir minni en ekki skráðum heimildum. Síra Ólafur faðir Sigfúsar í Hvassafelli var Árnason. Föðurætt síra Jóns Sigfússonar er þarna rakin fram á 44. blað. Þar er auðsjáanlega að mestu farið eftir eldri ættartölum, og verður ekki annað séð en rétt sé farið með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.