Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 11
fylgdi málunum eftir. Þetta kostaði mikla vinnu af hans hálfu, en skoðanir Finns voru yfirleitt vel grundvallaðar og drógu fram ný sjónarmið. Eg mun nú geta helstu verkefna sem Finnur fékkst við á rannsóknasviðinu. Svifrannsókna og vatnafræðiathugana hans er þegar getið. Fyrsta raunverulega rannsóknarverkefnið, sem Finnur fékkst við, var að athuga varphætti æðarfugls. Það gerði hann á æskustöðvunum í Hrútafirði og ritaði síðan ágæta grein í þýskt tímarit um niðurstöður sínar. Finnur vann við rannsóknir ,á Mývatnssvæðinu á árunum 1939, 1941 og 1949 og kynntist þá vel náttúrufari þessa svæðis. Safnaði hann upplýs- ingum um fuglalífið, einkum endurnar, m.a. gögnum um eggjatöku Mývatns- bænda. Því miður dróst það að koma niöurstöðunum á prent. Hluti gagn- anna birtist þó í síðustu ritgerðinni sem Finnur skrifaði og fjallaði um breyting- ar á fjölda anda við Mývatn, byggð á gögnum um eggjatöku. Hún birtist í Mývatnshefti timaritsins Oikos árið 1979. Frá þessum tímum var Mývatn ofar- lega i huga Finns, og þá ckki síst hvernig unnt væri að vernda hina einstæðu náttúru svæðisins. Óhætt er að fullyrða, að Finnur átti drjúgan þátt í því að vekja athygli á sérstöðu Mývatns. Ábendingar hans um verndun svæðisins má rekja allt til ársins 1951. Hann mun einnig fyrstur hafa vakið máls á því að reisa þyrfti rannsóknastöð við Mývatn. Bæði þessi mál hafa nú hlotið farsæla lausn. Mývatns-Laxármálið var annað af tveimur stórmálum á náttúruverndar- sviðinu, sem Finnur lét mjög til sín taka. Hitt málið snerti Þjórsárver við Hofs- jökul. Forsaga þess máls hófst árið 1951, er Finnur heimsótti Þjórsárver ásamt leiðangri frá hinum fræga andagarði i Slimbridge í Englandi, undir forystu Peters Scott. Árangur varð mikill af þessum leiðangri, sem var farinn til þess að kanna þýðingu Þjórsárveranna sem varpsvæðis fyrir heiðagæsir. í ljós kom, að meirihluti alls heiðagæsarstofnsins í heiminum varp á þessu svæði. Peter Scott, sem mörgum er kunnur sem mik- ill náttúruverndarmaður, hefur ætíð síðan haft hlýjar taugar til Islands, en í þessarri ferð kvæntist hann, og var Finnur svaramaður við brúðkaupið. Englendingarnir snéru aftur til Þjórsár- vera árið 1953, en auk þess skipulagði Finnur þriðja Þjórsárveraleiðangurinn árið 1956. Finnur var ætíð síðan í fylk- ingarbrjósti fyrir þeim, sem vildu vernda Þjórsárver, sérstaklega í kring- um 1970, þegar miðlunarlón fyrir stór- virkjun var ráðgert í verunum. Ef kröfur virkjunarmanna hefðu náð að ganga fram, hefðu nær öll Þjórsárver farið undir vatn. Finnur lagði alla tíð mikla rækt við að halda góðu sambandi við fuglaáhuga- menn um land allt. Strax við heim- komuna eftir nám, kom hann á sam- bandi við fuglaáhugamenn. Þeir sendu honum sjaldgæfa fugla og ýmsar aðrar fuglaathuganir, t.d. um komu- og far- tíma íslenskra varpfugla. Fyrstu árin birti Finnur árlega skýrslu yfir nýjar fuglategundir fyrir ísland og aðra sjald- gæfa fugla. Komu þær út í Náttúru- fræðingnum um nokkurra ára skeið en féllu svo upp fyrir. Sams konar gögn hafa verið að berast alla tið síðan og eru orðin geysimikil að vöxtum. Hefur Hálfdán Björnsson á Kvískerjum átt drýgstan þátt við öflun þeirra. Hug- 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.