Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 12
mynd Finns var sú seinni árin að koma
þessum gögnum á prent, þegar hann
kæmist á eftirlaun, en því ntiður varð
ekkert úr því.
Árið 1952 skipulagði Finnur fugla-
talningardag með það fyrir augum að
kynnast fuglalífi Islands að vetrarlagi.
Þetta var kjörið tækifæri til að sameina
krafta áhugamanna, eins og hefur verið
gert á fleiri sviðum fuglafræði. Það var
Lorimer Moe sem fyrstur kom með
hugmyndina um fuglatalningardag, og
hefur hann skrifað stutta grein um
þennan atburð (sjá Atlantic Naturalist
(1957) 12(3):89—91). Allar götur síðan
hefur fuglatalningardagur verið árlegur
viðburður milli jóla og nýjárs meðal
fuglaáhugamanna.
Áður hefur verið minnst á fugla-
merkingarnar. Þótt Finnur hafi stjórnað
þeim og skipulagt, hefur sjálft merk-
ingastarfið að mestu verið framkvæmt
af áhugamönnum. En mikil vinna hefur
verið samfara þessari starfsemi, t.d. að
halda uppi samstarfi við aðrar merk-
ingastöðvar, merkingamennina, af-
greiða alla fugla sem hafa endurheimst,
athuga villur í merkingaskýrslum
o.s.frv. Merkingarnar hafa gefið miklar
upplýsingar um ferðir, aldur o.fl. þætti í
lífi íslenskra fugla.
Finnur fékkst við mörg smærri rann-
sóknarverkefni um dagana. Hann
kannaði veiki í íslenska fálkanum í
samráði við danska og bandaríska vís-
indamenn. Hann hafði mikinn áhuga á
steinum, sem finnast í mögum margra
fugla, einkum til að leiða getum að
uppruna fuglanna. Flutti hann erindi
um þetta efni á ráðstefnu breska fugla-
fræðisambandsins (B.O.U.), sem var
haldin hér á landi árið 1972. Var Finnur
þá í forsæti við undirbúning ráðstefn-
unnar. Var þetta í fyrsta sinn, að ráð-
stefna þessa félagsskapar, sem er einhver
þekktasti sinnar tegundar í heiminum,
var haldin utan Bretlandseyja.
Fuglalíf Tjarnarinnar í Reykjavík var
rneðal áhugamála Finns, og var hann
lengi ráðunautur borgaryfirvalda í þeim
efnurn. Á árunum 1956— 1957 var þeim
Kristjáni Geirmundssyni falið að auka
fjölbreytni fuglalífsins þar. Klakti
Kristján þá út eggjum ntargra andateg-
unda frá Mývatni og ól upp við sumar-
bústað sinn við Akureyri. Þessir fuglar
voru síðan fluttir suður.
Þegar rannsóknir hófust í Surtsey,
stóð Finnur fyrir fuglaathugunum þar,
einkum með tilliti til farhátta vor og
haust, en einnig hvaða tegundir næmu
land og yrpu.
Langstærsta og þýðingarmesta rann-
sóknarverkefni Finns var án efa athug-
anir á stofnsveiflum rjúpunnar. Verk-
efnið hófst árið 1963 og stóð meira eða
nrinna í 13 ár. Mörg fyrstu árin dvaldist
hann sumarlangt í Hrísey á Eyjafirði við
rannsóknir. Þetta verkefni átti langan
aðdraganda. Árið 1949 var Finni falið af
Menntamálaráðuneytinu að semja
greinargerð um, hvort ástæða væri til að
alfriða rjúpuna. Eins og oft fyrir þann
tíma og síðar, voru uppi háværar raddir
um, að veiðar væru að stuðla að útrým-
ingu rjúpunnar. Sarndi Finnur ítarlega
greinargerð um þetta mál. Þrátt fyrir
andstöðu margra var álit Finns, um að
heimila bæri veiðar áfram, tekið til
greina. Spáði hann því, að rjúpum
mundi fjölga þrátt fyrir veiðar, og varð
sú raunin á. Niðurstöður rjúpnarann-
sókna Finns hafa ekki birst á prenti, en
úrvinnsla var alllangt komin. Er það
mjög miður, að honum vannst ekki tími
til'að fullvinna þessi gögn.