Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 25
fremst smásæir þörungar, sem sitja á
þangi). Þess ber þó að gæta að ekki hef-
ur enn farið fram samanburður á fæðu-
vali tegundanna, en ólíklegt virðist að
slíkur samanburður leiði í ljós verulegan
mun. Athyglisvert er í þessu sambandi,
að J. ischiosetosa virðist ekki þrifast i
þangfjörum suðvestanlands, þótt hún
finnist í þeim landshluta við önnur skil-
yrði. Er hugsanlegt, að hún þoli þar ekki
samkeppnina við hinar tegundirnar,
einkum J. prehirsuta, sem aftur á móti
virðist eiga erfitt uppdráttar á Austur-
landi, þar sem J. ischiosetosa er algeng í
þangfjörum. Marflóin Gammarus setosus
hagar sé nokkuð svipað og J. ischiosetosa.
Er marflóin algeng í þangfjörum norð-
anlands og austan, en á Suðvesturlandi
finnst hún ekki í slíkum fjörum, en þrifst
þar í ísöltum tjörnum (Agnar Ingólfsson
1977). Tegundin, sem er norðlæg, er
vafalitið komin mjög nálægt suður-
mörkum sinum á Suðvesturlandi, og er
hugsanlegt að hún þoli þar ekki sam-
keppni við aðrar Gammarus tegundir í
þangfjörum. Þanglúsin J. ischiosetosa er
þó alls ekki nálægt suðurmörkum sínum
hérlendis, eftir útbreiðslu hennar að
dæma austanhafs og vestan, en J. pre-
hirsuta gæti aftur á móti verið nálægt
kuldamörkum sínum á Austurlandi, en
eins og kunnugt er fer sjávarhiti hér við
land lækkandi að meðaltali þegar hald-
ið er frá suðurströndinni réttsælis um-
hverfis landið (Unnsteinn Stefánsson
1969). Er hugsanlegt að J. prehirsuta
þurfi af þeim sökum sérlega hagstæð
skilyrði á Austurlandi til þess að fá þrifist.
Tímgunartími tegundanna hefur
nokkuð verið kannaður á Suðvestur-
landi (Erlendur Jónsson 1977). Tímgun
fer fram að sumri og virðist með svip-
uðum hætti hjá hinum þremur tegund-
um. J. prehirsuta virðist þó hefja tímgun
að vori nokkru fyrr en /. ischiosetosa.
Fróðlegt er að bera þanglýs af ætt-
kvíslinni Jaera saman við marflær af
ættkvíslunum Gammarus og Marino-
gammarus. í báðum tilvikum er urn að
ræða hóp náskyldra tegunda með svip-
aða lifnaðarhætti, sem oft finnast á
sömu slóðurn. En þó er bæði meiri
munur á útliti marflóartegundanna og
auðveldara að greina mun á lifnaðar-
háttum þeirra (Agnar Ingólfsson 1977).
En hið flókna umhverfi fjörunnar virðist í
óvenju miklum mæli gera náskyldum og
líkum tegundum kleift að lifa hlið við hlið.
Erlendis, bæði austanhafs og vestan,
hafa þanglýs af éettkvíslinni Jaera tals-
verl verið kannaðar. M.a. hafa Naylor
og Haathela (1966) athugað kjörsvæði
þeirra þriggja tegunda, sem hér um
ræðir, við árós nokkurn í Englandi. Eftir
því sem séð verður haga tegundirnar sér
svipað þar og hér hvað snertir kjörhæð í
fjöru. Mikil skörun er á kjörsvæði teg-
undanna eins og hér, gagnstætt því sent
virðist vera við Frakklandsstrendur
(Bocquet 1953), þar sem tegundirnar
finnast sjaldan saman. Erlendis virðast
tegundirnar J. albifrons og J. ischiosetosa
vera mun sjaldséðari í þangi en á og
undir steinum, en hérlendis er þessu
þveröfugt farið.
HEIMILDIR
Bocquet, C. 1953. Recherches sur le poly-
morphisme riaturel des Jaera marina
(Fabr.) (Isopoda Asellotes). Arch. Zool.
Exper. Gén. 90: 187 — 450.
Forsman, B. 1944. Beobachtungen iiber Jaera
albifrons Leach an der schwedischen
Westkuste. Ark. Zool. 35A( 11): 1 — 33.
Hauksson, Erlingur. 1977. Útbreiðsla og kjör-
svæði fjörudýra i Breiðafirði. Náttúru-
fræðingurinn 47: 88—98.
103