Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 28
/
/
1. mynd. Fullorðinn skötuormur. Skjöld-
urinn er festur við höfuð dýrsins en er laus að
aftan. Augun sjást greinilega. Undir skild-
inum er urmull spaðalaga fóta, sem eru
hvort tveggja í senn, sundfæri og fæðuöíl-
unartæki. Fremsta fótaparið er ummyndað i
fálmara, og 11. fótapar myndar egghirslur.
Skötuormurinn er tvíkynja, þ.e. hver ein-
staklingur er bæði karl- og kvenkyns. Platan
á milli halaþráðanna aftast á bol skötu-
ormsins greinir skötuormsættkvislina Leþi-
dums frá náskyldri ættkvisl, Trioþs. Myndin
eraf eintaki úr Þjórsárverum. Lengd 21 mm
(að frátöldum halaþráðunum). — Lepi-
durus arcticus from Thjórsárver, central Iceland.
Length 21 mm (excluding the caudal furca).
Sömu sögu er að segja i Skandinavíu
(Berg 1954). Tjarnir á láglendi virðast
ekki henta skötuorminum hérlendis.
Sem dæmi um vötn á láglendi þar sem
skötuormar hafa fundist má nefna
Þingvallavatn, Apavatn (Árn.) og Eið-
isvatn á Langanesi (Jón Kristjánsson
pers. uppl.). Dýrin eru öll fundin i sil-
ungamögum. Eiðisvatn á Langanesi
liggur rétt við sjó, og er sá fundarstaður
að því leyti óvenjulegur. Á Náttúru-
fræðistofnun íslands eru til eintök úr
Laugarvatni (Árn.). Mývatns var getið
hér að framan, en þar hefur skötuormur
nær eingöngu fundist í silunga- og
andamögum. Þess má geta, að á ár-
unum milli 1965 og 1970 voru skötu-
ormar fluttir í Kleifarvatn (Jón Krist-
jánsson pers. uppl.). Ekki er mér kunn-
ugt um afdrif þeirra.
ÆXLUN OG ÞROSKUN
Skötuormurinn er tvíkynja (herma-
fródít), þ.e. hver einstaklingur er bæði
karl- og kvenkyns (Bernard 1891,
Longhurst 1954). Mökun verður ekki,
og er líklega um sjálffrjóvgun að ræða,
en það er næsta fátítt meðal krabba-
dýra. Eistu skötuormsins eru vandfundin,
og var hann lengi talinn kvenkyns. Ekki
bætti úr skák, að uppgötvun Bernards
(1891), um að dýrin væru tvikynja, lá í
gleymsku fram á miðja þessa öld. Ymsir
höfundar staðhæfðu því, að skötuorm-
106