Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 34
Árni Waag Hjálmarsson:
Fuglalíf í Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu
INNGANGUR
Fuglar eru sá dýrahópur sem er mest
áberandi hvar sem er á jarðarkringl-
unni. I Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu hefur fólk eins og annars staðar
fylgst með komum farfuglanna, gefið
hröfnum hornauga, nytjað æðarfugl og
kvartað yfir skaðsemi svartbaks svo
eitthvað sé nefnt.
Ætlunin er að geta hér þeirra fugla-
tegunda sem eru mest áberandi í fugla-
lífi sýslunnar, varpfuglanna og algeng-
ustu fargestanna. Þeim gögnum, sem
þessi grein byggir á, var einkum safnað á
árunum 1956—1960. ítarlegastar eru
athuganir úr Hnappadalssýslu.
Eg hef rannsakað fuglalíf Hnappa-
dalssýslu allnáið og í því skyni ferðast
vítt og breitt um þann hluta héraðsins.
Um Snæfellsnes hef ég einnig víða farið
til fuglaathugana. Þó hafa nokkrir stað-
ir orðið útundan, einkum margar eyjar
úti af Skógarströnd og Helgafellssveit.
Á þessum ferðum hef ég þurft á
aðstoð ótal margra að halda. Einkum
stend ég í þakkarskuld við íbúa
Hnappadalssýslu, en þeir greiddu götu
mína á þann veg, að betra varð ekki á
kosið, og verð ég alla tíð skuldbundinn
því góða fólki.
Landslag í Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýslu er mjög fjölbreytilegt og skil-
yrði fyrir lífverur þar að sama skapi
margbreytileg. Það má með sanni segja,
að svæðið sé sem mótað sýnishorn af
landinu í heild. I sýslunni er mesta útfiri
landsins. Strendurnar eru ýmist sendnar
eða klettóttar. Á allmörgum stöðum
hafa hraun runnið í sjó fram. Fugla-
björg eru nokkur, og ótal eyjar teljast til
sýslunnar. Láglendið er ekki víðáttu-
mikið. Þar skiptast á brok- og starmýrar,
en á milli eru melar eða holt. Á nokkr-
um stöðum setja hraun svip á landslag-
ið. Um láglendið renna allmargar ár og
lækir, fremur lygnar á láglendi sunnan
Snæfellsnessfjallgarðsins, en stríðari og
styttri að norðan. Vötn og tjarnir eru
viða, einkum sunnan fjallgarðsins. Á
láglendi er skóglendi á stöku stað. Snæ-
fellsnesfjallgarður er ekki samfelldur. Á
nokkrum stöðum rjúfa heiðalönd og
dalir fjallgarðinn. Lækir og ár hafa víða
myndað gil og gljúfur mjög mismun-
andi djúp. Giljadrög og fjallshlíðar eru
yfirleitt gróin, en gróðurinn minnkar
eftir því sem ofar dregur og í 750 m h.y.s.
sést vart neinn háplöntugróður. Alls
þessa ber að minnast, þegar rætt er um
fugla- og annað dýralíf í héraðinu.
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979
112