Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 38
3. mynd. Toppskarfar í Mclrakkaey. Kirkjufell og Helgrindur í bakgrunni. — Jón Baldur
Sigurðsson.
urinn velur sér varpstaði út við kletta-
brúnir og á klettasyllum, en dílaskarf-
urinn aftur á móti inn á eyjunum. Utar
á Snæfellsnesi verpa stöku toppskarfa-
hjón víða í klettum og björgum allt frá
Stapa að Svörtuloftum. Norðanmegin
nessins er mest toppskarfabyggð á Mel-
rakkaey á Grundarfirði, eða um 100 pör.
Alft (Cygnus cygnus) er mjög algengur
varpfugl í héraðinu. Hún verpur við
vötn og tjarnir við sjó, á láglendi og til
heiða. Hjón helga sér yfirleitt ákveðið
vatn eða tjörn og verja það fyrir öðrum
álftum með miklu atfylgi. Það er allal-
geng sjón að sjá stærri eða minni hópa
um hávarptímann á beit í flóum og á
lygnum grunnum fjörðum. Er þá um
geldfugla að ræða. Á Álftafirði sjást
álftir oftast nær um varptímann. Til
marks um hversu gróskumikil Saura-
tjörn sunnanfjalls er, má nefna að þar
hafa tvenn álftahjón orpið nær hlið við
hlið og munu slíks fá dæmi.
Grágæs (Anser anser) er mjög algengur
varpfugl á eyjum við ströndina og á
láglendi, bæði sunnanfjalls og norðan.
Henni virðist hafa fjölgað jafnt og þétt
hina siðustu áratugi, eins og víða annars
staðar á landinu.
Helsingi (Branta leucopis) fannst verp-
andi á Innri-Gjarðey í landi Dranga að
Skógarströnd vorið 1964. Er það í fyrsta
skipti, sem þessi fallega gæsartegund
verpur hér á landi, svo vitað sé. Guð-
mundur Ólafsson, sem þá bjó að
Dröngum, mun hafa fundið hreiðrið
fyrstur manna. Agnar Ingólfsson kom
þetta sama vor út í Gjarðey og staðfesti
fund Guðmundar. Jakob Jónsson, sem
116