Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 43
Rauðbry st in gur (Cahdns canutus) sést á vorin í nær samfelldum breiöum með suðurströnd sýslnanna allt frá Akraós vestur að Búðaós. Sumir hópar þeirra geta verið ótrúlega stórir. Hinn 24. maí 1958 sá ég þúsundir rauðbryst- inga í hóp í þangfjöru á Hítarnesi, og virtist fjaran bókstaflega öll á iði. Ann- ars eru oftast 100—200 í hóp, stundum færri, en þó sjást stöku smáhópar allt sumarið. I maí-mánuði eru rauðbryst- ingar um allar fjörur á norðanverðu nesinu. I júnibyrjun er allur þorri rauð- brystinga horfinn. Sendlingur (Calidris maritima) er fremur strjáll varpfugl, sem ég hef fundið á varpstöðvum eingöngu á heið- um og upp til fjalla. Sennilegt er, að hann verpi hvergi undir 250 m hæð. A vetrum er hann allalgengur með ströndum fram. Lóuþræll (Calidris alpina) er algengur varpfugl víðast hvar í mýrum og flóum á láglendinu. Þó verpur hann ekki í mjög blautum flóum. Til fjalla og heiða hef ég ekki orðið hans var. Guðmundur Albertsson bóndi að Heggstöðum hefur sagt mér, að hann hafi þó séð lóuþræl í mýrlendi skammt fyrir ofan Hítarvatn. Fyrir utan rauðbrysting er lóuþræll sá vaðfugl, sem algengastur er á sandfjör- um og leirum um fartímann. Hvar sem þannig háttar til, sjást lóuþrælar í smærri eða stærri hópum og eru þeir sennilega að hluta umferðarfarfuglar á leið til og frá Grænlandi. Sanderla (Crocethia alba) er alltíður gestur i Hnappadalssýslu, einkum á vorin. Hún heldur sig á Löngufjörum með öðrum vaðfuglum, oftast stakir fuglar eða litlir hópar. Við Stóra-Hraun hef ég þó séð allt að 500 saman. Eftir að maí er liðinn, er fátitt að sjá sanderlu á þessum slóðum. A haustin er hún ekki eins tíð. Á norðanverðu nesinu hef ég aðeins séð stöku fugla i Grundarfirði. Eg geri þó ráð fyrir, að hún sjáist reglulega norðan fjallgarðs, þótt ég hafi ekki heimildir um það. Þórshani (Phalaropus fulicarius) er sjaldgæfur fugl. Einu upplýsingarnar, sem ég hefi eru frá Guðmundi Bærings- syni og Sigurði Helgasyni. Þeir hafa tjáð mér, að þórshani hafi orpið i Þormóðs- ey. Óðinshani (Phalaropus lobatus) er mjög algengur varpfugl á láglendinu. Hann er tíðastur við grónar tjarnir eða polla og í blautum mýrum. Upp til heiða er hann strjálli. Hinn 18. júni 1957 sá ég fern hjón við tjarnir í Höfðaásum í um 150 m hæð og 20. júní sá ég kvenfugl á Gæshólatjörn i Hjarðarfellsdal í 200 m hæð. Eru þetta einu staðirnir, þar sem ég hef séð óðinshana upp til heiða. K j ó i (Stercorariusparasiticus) er algengur varpfugl við ströndina og á láglendinu, en verður strjálli, eftir því sem ofar dregur. Við ströndina eru hreiður hans á víðlendum sléttum og sendnum sjáv- arbökkum, sem m.a. eru vaxnir mel- gresi, túnvingli og hrossanál. Á láglend- inu og til heiða velur hann sér einkum hreiðurstaði á þurrum þúfnakollum i víðáttumiklum mýrarflóum og á mela- og holtajöðrum umluktum mýrum. 121 Svartbakur (Larus marinus) er sér- staklega algengur sem varpfugl i eyjun- um á Breiðafirði. Þá er hann ennfremur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.