Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 48
Arnþór Garðarsson:
Skarfatal 1975
I þessari grein verður skýrt frá niður-
stöðum talninga á varpstofnum díla-
skarfs (Phalacrocorax carbo L.) og topp-
skarfs (Phalacrocorax aristotelis L.) hér við
land. Talningarnar fóru fram vorið
1975 með myndatöku úr lofti og náðu
þær til nær allra skarfabyggða á eyjum
og skerjum í Faxaflóa og Breiðafirði, en
telja má vist að báðar þessar tegundir
verpi fyrst og fremst þar. Reynt er að
áætla fjöldann á öðrum stöðum að svo
miklu leyti sem því verður við komið.
Einnig var reynt að afla sem mestra
upplýsinga um aldur einstakra skarfa-
byggða og stærð þeirra áður fyrr, en
þessar upplýsingar eru þó mjög glomp-
óttar.
Verulegar breytingar hafa orðið á
toppskarfsstofninum hér við land á síð-
ustu tveimur áratugum og hægt er að
sýna fram á staðbundnar breytingar á
dílaskarfsstofninum. Hins vegar hefur
frarn að þessu skort sæmilega nákvæmar
upplýsingar um fjölda beggja tegund-
anna. Tilgangur könnunar þeirrar er
hér verður greint frá er fyrst og fremst sá
að gera grein fyrir ástandi þessara stofna
eins og það var árið 1975 og lýsa helstu
þekktu breytingunum fram að þeim
tíma. A þennan hátt fæst grundvöllur
fyrir því að hægt verði að fylgjast með
breytingum á þessurn stofnum í fram-
tíðinni og kanna orsakir þeirra.
Við undirbúning þessarar greinar hef
ég notið liðsinnis fjölmargra heimildar-
manna og er þeirra getið á tilheyrandi
stöðum í Viðauka. Vil ég færa þeim
Jaakkir mínar fyrir fúslega veittar upp-
lýsingar. Þó vil ég sérstaklega Jtakka
þeim Finni Guðmundssyni, Hafsteini
Guðmundssyni, Kjartani Guðmunds-
syni, Trausta Tryggvasyni og Ævari
Petersen fyrir að fræða mig um skarfa-
byggðir og fyrir aö útvega upplýsingar.
Einnig er ég J^akklátur Einari Gíslasyni,
Guðmundi P. Ólafssyni, Ólafi K. Niel-
sen og Ulfari Henningssyni fyrir aðstoð
við gagnaöflun.
AÐFERÐIR
Skarfavörp við Faxaflóa voru könnuð
úr lofti 1972 og 1973 og allar Breiða-
fjarðareyjar kannaðar á sama hátt í maí
og ágúst 1973. Strandlengja annarra
landshluta hefur verið könnuð á sama
hátt á ýmsum árstímum, en mikið verk
er þó óunnið þar. Þessar athuganir,
ásamt rituðum heimildum og viðtölum,
voru lagðar til grundvallar ljósmyndun
úr lofti. Vörpin voru merkt inn á kort
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979
126