Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 53
ritan í þverhnípi. Oft er svolítift af fýl (Fulmarusglacialis) meðfram brúnum, en svartbakur (Larus mannus) og lundi (.Fratercula arctica) uppi á eyjunum. Toppskarfsvörp af þessu tagi eru vel viðráðanleg til talninga af myndum, þótt ekki sé við því að búast að tölurnar séu eins nákvæmar og í dílaskarfsvörpum. Toppskarfsvörp i fuglabjörgum eru hins vegar erfið viðfangs, og auk þess verpa toppskarfar stundum mjög dreift og getur verið erfitt að finna slíka varpstaði. t úrvinnslu var Breiðafirði skipt í 5 svæði, og má líta á skiptinguna sem til- raun til þess að greina fjörðinn í náttúr- leg svæði, en upplýsingar skortir mjög um botngerð og jafnvel dýpi á stórum hlutum fjarðarins. Svæðin eru: 1. Suðvesturhluti frá Melrakkaey í Grund- arfirði norðaustur í Gassasker og þaðan í línu milli Elliðaeyjar og Fagur- eyjar í Stykkishólm. 2. Hvammsfjörður er jtar fyrir austan með ytri (norðvest- ur-) mörk um Fagurey og Langey. 3. Gilsfjörður er látinn ná allt út að línu milli Staðar á Reykjanesi og Stóru- Öfferseyjar við Skarð. 4. Miðhluti, |:>ar vestan við og nær allt vestur að Skálm- arnesi, þaðan í Hvalláturog Svefneyjar, suöur með Flateyjarsundi að austan og suður í Stagley. 5. Norðvesturhluti nær yfir Flateyjarhrepp að öðru leyti og allar eyjar í Barðastrandarhreppi vestur að Sigluneshlíðum. Öll skarfavörp sem þekkt voru á eyj- um og skerjum i Faxaflóa og Breiðafirði 1975 eru skráð hér í sérstökum Viðauka ásamt tiltækum upplýsingum um stað- hætti, fjölda skarfa og nokkurra annarra varpfugla sem sjást á loftmyndum, fyrri upplýsingum um skarfavarp á staðnum og upplýsingar um nálæga varpstaði sem hafa verið yfirgefnir. Viðaukinn geymir rökstuðning fyrir þeim staöhæf- ingum sem settar eru fram i meginmáli en honum er auk þess ætlað að auðvelda frekari upplýsingasöfnun. NIÐURSTÖÐUR Dílaskarfsvörp Alls voru talin rúmlega 3400 hreiður í 49 dílaskarfsvörpum við Faxaflóa og Breiðafjörð (Tafla I, sbr. 5. mynd). Að meðaltali voru því 70 hreiður i varpi, en það er óvíst að hve miklu leyti vörpin, eins og þau eru afmörkuð hér, eru nátt- úrlegar einingar. Utan þess svæðis sem talningar náðu til var vitað um fáein dílaskarfsvörp við Norðurland, en lík- lega voru öll dílaskarfsvörp utan taln- ingasvæðisins mjög lítil. Virðist því ósennilegt að varpstofninn hafi verið miklu stærri en kom fram í talningum, en lágmarksstærð stofnsins 1975 má áætla um 3500 pör. Við Faxaflóa voru alls 416 hreiður í 8 vörpum frá Belgsholtshólma við Mela- sveit að Tjaldurseyjum við Skógarnes. Stærstu vörpin voru í Elliðaey við Knarrarnes (146 hreiður) og í Tjaldurs- eyjum (104). Tæplega 60% hreiðranna voru í þessum 2 vörpum, en hin vörpin voru öll fremur lítil. Miðað við árin 1951—58 hafði dílaskarfi fækkað veru- lega á Faxaflóasvæðinu 1975 (Tafla II). Tvö vörp, í Lundhólma og Skorreyjum, höfðu horfið alveg á þessu tímabili. Varpið í Tjaldurseyjum hófst 1936 (Árni W. Hjálmarsson 1979) og gæti það bent til einhverrar fjölgunar díla- skarfs við Faxaflóa um það leyti. Aldur annarra varpa er óþekktur, en varpið í lilliðaey er líklega gamalt. I suðvesturhluta Breiðafjarðar voru alls 414 hreiður í 6 vörpum. I stærsta varpinu, Oddbjarnarskeri syðra, voru 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.