Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 63
6. mynd. Þekkt
toppskarfsvörp viö
Island. Auðir hringir
tákna vörp með minna
en 100 hreiðrum, litlir
fylltir hringir 100—300
og stórir fylltir hringir
yfir 300 1975. Stjörnur
sýna vörp sem áður
voru mjög stór,
fækkunarsvæði táknað
með ör er vísar niður,
fjölgunarsvæði meö ör
er vísar upp. Vegna
rnikils þéttleika í nv.
Breiðafirði hefur
sumum vörpum verið
sleppt þar. — Known
colomes of Shag
(P. aristotelis) in lceland.
Unfilled circles less than
100, small dots
100—300, large dols over
300 nests in 1975.
Asterisks indicate former
large colonies,
downpoiniing arrow area
of general decrease. Area of
ongoing increase indicated
by uþwards þointing
arrow. Many colonies in
the very densely occuþied
outer Breidafjördur are
omitted.
og a.m.k. 7 þeirra byrjuðu eftir 1970.
Elsta heimild um einstök toppskarfs-
vörp á þessu svæði er dagbók R.
Hörring frá 1908. Hann kom í topp-
skarfsvarp i Kirkjukletti við Flatey og
hafði spurnir af varpi i Ytri-Kiðhólma
úti af Sauðeyjum. Varpið í Kirkjukletti
hvarf unt 1918 og upp frá því ntun ekki
hafa orpið toppskarfur í löndum Flat-
eyjar og Hergilseyjar fyrr en upp úr
1950. Heimildir um Ytri-Kiðhólma eru
óljósar, en ég tel sennilegt að það varp
hafi haldist við fram á þennan dag. Þá
munu fáeinir toppskarfar hafa orpið í
Þórisey í Sauðeyjum á árabilinu
1912—23 og sennilega eitthvað í öðrum
eyjuin þar, Rauðsdalshólmum, Skarfey
og Dyratindi. Loks virðist líklegt að
örfáir toppskarfar hafi orpið frá gamalli
tið i Svefneyjaklofningi. Það er vita-
skuld erfitt að túlka meir og minna
óljósar og samsettar heimildir yfir í töl-
ur, en ef treysta má Hörring gæti
hreiðrafjöldinn á svæðinu hafa verið um
eða innan við 200 1908, og hefur e.t.v.
verið enn minni síðar, ef hvarf varpsins
141