Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 77
Erling Olafsson:
Hambjalla, Reesa vespulae
(Mill.) (Coleoptera, Dermestidae),
nýtt meindýr á Islandi
INNGANGUR
I janúar 1974 varð meindýra vart á
Náttúrufræðistofnun íslands. Þau
fundust fyrst í skáp, þar sem varðveittir
voru hamir af norður-amerískum fugl-
um. Hamir þessir voru fluttir til lands-
ins árið 1965. Þeir höfðu ekki verið
meðhöndlaðir með arseniksápu við
hamtökuna, eins og venja er á Náttúru-
fræðistofnun íslands, en það er gert til
að verja þá gegn ágangi meindýra.
Nokkuð bar á skemmdum á umræddum
hömum af völdum meindýranna. Ég
safnaði nokkrum eintökum af skaðvöld-
unum til að fá úr því skorið, hvaða teg-
und væri um að ræða. Það kom fljótlega
í ljós, að þetta voru bjöllulirfur af flesk-
bjölluættinni (Dermestidae).
Tvær tegundir þeirrar ættar höfðu
áður fundist hér á landi, en þær eru
fleskbjallan, Dermestes lardarius L., og
feldbjallan, Attagenus piceus Oliv. (Lars-
son & Gígja 1959). Meindýrin á Nátt-
úrufræðistofnun voru ólík þeim teg-
undum, og var augljóslega um að ræða
tegund, sem ekki hafði áður fundist á
íslandi. í fyrstu gekk mér erfiðlega að
nafngreina tegundina, en ég komst næst
því að halda, að hún væri af amerískum
uppruna og þá helst af ættkvíslinni
Trogoderma Dej. Við þá greiningu sat,
þar til ég rakst nýverið á grein í norsku
riti. Fjallaði hún um þessa tegund, en
hún hefur reynst mikill skaðvaldur í
náttúrugripasöfnum þar í landi á und-
anförnum árum (Mehl 1975). Það var
tegundin Reesa vespulae (Mill.), sem um
var að ræða, og ég hef valið henni nafnið
hambjalla á íslensku.
Hambjallan er upprunnin í Norður—
Ameríku, en hefur á seinni árum borist
austur yfir Atlantshaf og breiðst út um
norðanverða Evrópu. A þeim tíma, sem
liðinn er frá fyrsta fundi hambjöllunnar
hérlendis, hefur hún fundist á nokkrum
stöðum á landinu, bæði lirfur og full-
orðin dýr. Eg mun nú fjalla nánar um
tegundina, lífshætti hennar og út-
breiðslu erlendis og hérlendis.
Auk þeirra gagna, sem mér hafa bor-
ist í hendur, hefur Helgi Hallgrímsson,
safnvörður, lánað mér þau gögn, sem til
eru um tegundina á Náttúrugripasafn-
inu á Akureyri. Einnig hefur Hálfdán
Bjömsson, Kvískerjum, sent mér upp-
lýsingar um tegundina. Færi ég þeim
Náttúrufræöingurinn, 49 (2—3), 1979
155