Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 97
Jón Baldur Sigurðsson:
Islenskir baktálknasniglar
I. Inngangur og sekktannar
INNGANGUR
Lindýrafylkingin er næststærsta fylk-
ing dýraríkisins, telur um það bil
100.000 tegundir. Lindýrum er skipt í 7
flokka og eru sniglar langstærsti flokk-
urinn með um 80% allra tegunda lin-
dýra. Sniglum er skipt í 3 undirflokka;
fortálkna (Prosobranchia), baktálkna
(Opisthobranchia) og lungnasnigla
(Pulmonata). Fortálknategundir lifa
langflestar í sjó, en einnig á landi og í
ferskvatni, en baktálknar, sem hér verð-
ur fjallað um, eru eingöngu i sjó.
Óhætt mun að fullyrða að betur er
búið að íslenskum áhugamönnum um
náttúrufræði hvað varðar bókakost um
lindýr en um nokkurn annan hóp dýra
að undanskildum fuglum og f* um.
Alkunnar eru bækur dr. Ingimars Ósk-
arssonar (1962, 1964) um íslensku sæ-
skeldýrafánuna. Nýlega voru svo land-
lungnasniglum gerð ágæt skil hér á síð-
um Náttúrufræðingsins af Árna Einars-
syni (1977). Um íslenska baktálkna hef-
ur hins vegar næsta lítið verið ritað á
íslensku, að undanskildum tegundalista
sem Guðmundur G. Bárðarson (1919)
tók saman, og myndum af skeljum bak-
tálkna í bók dr. Ingimars um sæsnigla
með skel. Danski lindýrafræðingurinn
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979 175
Henning Lemche, sem nýlega er látinn
(1977), dró saman þekkingu manna á
íslensku baktálknafánunni í safnritinu
The Zoology of Iceland, en það rit kem-
ur út á ensku (Lemche 1938). Er það
ætlun min að reyna að bæta nokkuð úr
þeim skorti sem er á upplýsingum um
baktálkna á íslensku. Það verður þó ekki
gert í einu lagi, en í þessari fyrstu grein
mun ég gera nokkra grein fyrir þeim 6
ættbálkum baktálkna sem hér við land
lifa. Einum þessara ættbálka, sekk-
tönnum (Ascoglossa), mun ég gera nán-
ari skil í þessari grein.
Eg vil þakka Agnari Ingólfssyni fyrir
að láta í té upplýsingar um seltuástand
á Melabökkum og viðar og honum og
Arnþóri Garðarssyni fyrir upplýsingar
um fyrstu fundi fitjalubba á íslandi.
Arnþóri þakka ég ennfremur fyrir
myndina af fitjalubba (12. mynd) og
fyrir að lesa handrit að grein þessari og
benda á margt sem betur mátti fara.
Karli Gunnarssyni færi ég þakkir fyrir að
staðfesta tegundagreiningu þörunga.
Upþruni og helstu drœllir í jnóun baktálkna
Aður en grein verður gerð fyrir ein-
stökum ættbálkum baktálkna, verður