Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 103
mynd). Aðeins ein tönn er virk í einu, og
er hún notuð til þess að stinga gat á
frumuvegg þörungsins, en dýrið sýgur
síöan í sig innihaldið. Tennur sekktanna
eru oft allflóknar að gerð og teljast
tennur horndropa, einnar af íslensku
tegundunum, fremur einfaldar af sekk-
tanna að vera (10. mynd). Þegar tönn
slitnar er ný tekin í notkun, en gömlu
tennurnar safnast í hólf eða sekk við
neðri enda skráptungunnar (11. mynd).
Er nafn ættbálksins dregið af þessu.
Margar tegundir sekktanna hafa þann
hæfileika að flytja grænukorn fæðu-
plöntunnar óskemmd í gegnum melt-
ingarveginn og út i yfirborð meltingar-
kirtilsins þar sem þau halda áfram að
nýta sólarorkuna til tillifunar á næring-
arefnum, en nú til handa dýrinu. Ekki
er vitaö hvort þær tegundir sekktanna
sem teljast til íslensku fánunnar, hafa
[rennan hæfileika.
Sekktannar eru tvíkynja eins og aðrir
baktálknar. Við mökun verður víxl-
frjóvgun á milli einstaklinga. Er kyn-
kerfiö þannig gert að sem minnst hætta
verði á sjálfsfrjóvgun. Sumar sekk-
8. mynd. Deplahjassi (Cadlina laevis (L.),
bertálkni sem er algengur í fjörum viða í
kringum land. Deplahjassi er hvítur að lit,
verður um og yfir 3 cm að lengd. t: tálkna-
skúfar i hring umhverfis endaþarmsop, v:
varnarkirtlar sem gefa frá sér fráhrindandi
efni. Teiknað upp úr Alder & Hancock
1845.
tannategundir, og þeirra á meðal eru
allar íslensku tegundirnar, hafa sæöis-
móttökuhólf, sem er ekki opið út á yfir-
borð. Nefnist það budda (bursa copula-
trix). Þær tegundir sem þannig eru
vaxnar, hafa á pintlinum holan brodd
eða stíl. Mökun fer fram þannig að dýr-
in snúa hægri hliðum saman. Eftir
nokkrar umþreifingar reka dýrin pintil-
inn hvort í annað af nokkru afli þannig
að stíllinn gengur á hol og inn í budd-
una. Nefnist þessi mökunaraðferð nál-
arstungusæðing (hypodermisk im-
pregnation), og er hún viðhöfð af ís-
lensku tegundunum öllum þremur.
6. ættbálkur. BERTÁLKNAR
(Nudibranchia).
Nafnskýring: Islenska nafnið er bein
þýðing. Stundum nefndir nakintálkn-
ar, en það er óþjálla í munni.
Bertálknar eru stærsti og fjölbreytt-
asti ættbálkur baktálkna og jafn-
framt sá sem einna minnst er vitað um.
Bertálknar eru allir skelvana að lirfu-
stigi loknu, án loku og möttulhols.
Tálkn eru með ýmsu móti: stundum
hringur af fjaðurgreindum tálknum
kringunt endaþarmsop á miðlínu baks,
(8. mynd) eða húðtotur í röðum á baki
(9. mynd). LJt í slíkar baktotur liggja oft
botnlangar úr meltingarvegi. I efri enda
þeirra eru einnig oft hólf sem geyma
stinghylki úr holdýrum sent eru fæða
margra bertálknategunda (9. rnynd).
Vaxtarform er mjög fjölbreytilegt og
litir oft skrautlegir. Bertálknar eru allir
rándýr sem lifa á ásætnum (sessílum)
dýrum af flestum dýrafylkingum;
svömpum, holdýrum, mosadýrum,
krabbadýrum og möttuldýrum. Fáeinar
tegundir hafa tekið upp sviflífi. Hver
bertálknategund er venjulega bundin
181