Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 107
A.
B.
14. mynd. Kolldropi (Limapontia capitata). A. Fullvaxið dýr. p: op á pintilslíðri, g: gotrauf-
arop, e: endaþarmsop, n: nýrnaop. Buddan er undir ljósa strikinu á miðri hægri hliðinni. B.
Ungt dýr. Skalinn er 1 mm. A teiknað eftir Gascoigne 1956, B. eftir Miller úr Thompson
1976.
fullri seltu niður að 15%o seltu og dauði
af völdum osmótísks stress verður ekki
fyrr en við 5%c eða lægri seltu (Jensen
1975) . Eggjum orpið i slímpoka, allt að
800 í hvern, sem fest er við fæðuplönt-
una. Stærð eggja mismunandi; þvermál
frá 60 /um og upp í 100 |Um eftir stöðum
og athugunarmönnum (Thompson
1976) . Sviflirfustig.
Utbreiðsla. Finnst við strendur Evrópu
allt norðan frá Hvítahafi suður til Mið-
jarðarhafs, Bretlandseyja og Færeyja.
Danski náttúrufræðingurinn Japetus
Steenstrup, lærifaðir Jónasar Hall-
grimssonar, fann kolldropa fyrst á Is-
landi árið 1839 og nefndi Limaponlia is-
landica. Hann gaf hins vegar aldrei út
neina lýsingu á dýrinu, og nafnið er því
ekki gilt skv. alþjóðlegum nafngifta-
reglum. Lemche (1938) telur að Steen-
strup muni hafa fundið dýrin í fjöru við
Reykjavík. Kolldropi hefur ekki fundist
aftur á íslandi með öruggri vissu.
Limapontia senestra (Quatrefages, 1844).
Horndropi (15. mynd).
Samheiti: Acteonia senestra Quatrefages,
1844. Cenia cocksii Alder & Hancock,
1848. Nafnskýring: senestra: ellilegur;
sennilega af því húðin er hrukkótt.
Lýsing: Allt að 6—7 mm á lengd. Litur
brúnn til svartur með ljósari blettum
kringum augu og á þreifurum, á baki og
hala. Fullvaxnir horndropar eru auð-
þekktir frá kolldropa á fingurlaga höf-
uðþreifurum. Budduhnúðurinn á hægri
hlið er einnig gott einkenni þegar hann
er til staðar. Mjög erfitt er að aðgreina
eintök minni en 2 mm frá kolldropa þar
eð höfuðþreifarar eru þá ekki vaxnir.
Lífshœttir. Horndropi lifir í fjörum á
svipuðum slóðum og kolldropi, en
sennilega aðeins við fulla seltu eða þvi
185