Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 113
26° 25° 24° 23° 22° 21°W
Synidotea bicusþida hefur fundist í
Norður-íshafi frá Svalbarða austur um
að Beaufortshafi. Ennfremur er hún al-
geng í Kyrrahafi norðanverðu og í At-
lantshafi hefur hún fundist við Labra-
dor og i St. Lawrenceflóa (Menzies og
Miller 1972, Ledoyer 1975). Sett hefur
verið fram kenning um uppruna og út-
breiðslu ættkvíslarinnar Synidotea (Men-
zies og Miller 1972). Hún er á þá lund
að ættkvíslin sé upprunnin í Norður-
Kyrrahafi seint á miðlífsöld eða
snemma á nýlífsöld, þegar norræn höf
voru hlýrri en þau nú eru. Hafi teg-
undamyndun síðan orðið hröð á ísöld og
tegundir dreifst víða, m.a. hafi S. bicus-
pida og S. nodulosa farið um Beringssund
inn í íshafið. En hvaðan kom tegundin
til íslands? Næstu fundarstaðir eru við
Labrador í suðvestri en við Svalbarða í
norðaustri. Staðirnir eru fjarri íslandi
og líklegt að dýrin hafi borist hingað
með straumum. Straumakerfi á þessum
slóðum einkennist m.a. af sterkum
köldum hafstraum, sem streymir frá
Svalbarðasvæðinu suðvestur með Aust-
ur-Grænlandi. Þaðan berst hann inn og
út úr Labradorhafi og suður með strönd
Norður-Ameríku. Á leið sinni blandast
kaldi sjórinn í straumnum víða við
hlýjan Atlantssjó, m.a. út af Vestfjörð-
um. Gæti straumakerfið bent til þess að
tegundin hafi borist hingað úr norð-
austri, þ.e. frá Svalbarða, og er einnig
hugsanlegt að tegundin hafi borist
áfram þessa sömu leið allt til austur-
strandar Norður-Ameríku.
Að endingu vil ég þakka Jóni Boga-
syni, rannsóknarmanni á Hafrann-
sóknastofnun, fyrir aðgang að safni hans
og leyfi til að birta þessa athugun. Enn-
fremur vil ég þakka Svend-Aage
Malmberg, haffræðingi, fyrir veittar
upplýsingar og lestur handrits og
191