Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 127
Finnlandi og í Eistlandi. C.m. soemmer-
ringii Fischer, verpur í SA.-Finnlandi,
A.-Evrópu og Sovétríkjunum og annars
staðar í Asíu innan útbreiðslusvæðis
dvergkrákunnar. C.m. spermologus Vieillot,
verpur á Bretlandseyjum, í V.-, Mið- og
S.-Evrópu og í N.-Afríku í Marokkó.
C.m. cirtensis Rotschild og Hartert, verp-
ur í Alsír, N-Afríku (Mayr og Green-
way 1962, Vaurie 1954, 1959. Mörk-
in milli undirtegundanna monedula,
spennologus og soemmerringii eru það óglögg
að Vaurie (1959) álítur þessa skiptingu
vafasama.
Dvergkrákur eru félagslyndir fuglar
og verpa vanalega í byggðum og halda
til í hópum utan varptímans. Á fartím-
anum ferðast þær mest í blönduðum
hópum, oftast með bláhröfnum eða
öðrum hröfnungum.
Kjörlendi dvergkrákunnar er fjöl-
breytilegt, t.d. gisnir skógar, limgerði,
garðar, klettar og í vaxandi mæli þorp
og borgir. Enskar athuganir (Lockie
1955) sýndu að dvergkrákur nota um
helming þess tíma sem þær leita fæðu, á
graslendi, oft í fylgd með bláhröfnum. Á
meginlandi Evrópu er dvergkrákur ekki
að finna ofan skógarmarka, en þar tekur
við skyld tegund, fjallkorpungur Pyrrho-
corax graculus (L.).
Dvergkrákur eru alætur. Þær lifa að-
allega á hryggleysingjum sem þær tína
af jörðunni, svo sem skordýrum, snigl-
um, köngulóm og ánamöðkum, auk þess
sem þær eiga það til að taka fuglsunga
205