Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 149
Tafla II. Áætlanir á fjölda stuttnefju og langvíu í fuglabjörgum við ísland. —
Estimates of the numbers of Brunnich’s and Common Guillemots at 19 breeding stations around
the coasts of Iceland.
Nr. á Fjöldi para
1. mynd (No. of pairs):
(No. on Varpstöð Stuttnefja - Langvía
Fíg. t) (Breeding station ) (Briinn. Guill) (Common Guill.)
1. Vestmannaeyjar 100 100.000
2. Krisuvíkurberg 600 3.000
3. Eldey 650 1.500
4. Hafnaberg 300 600
5. Þúfubjarg og Lóndrangar 275 700
6. Svörtuloft 1.000 250
7. Látrabjarg (öll 4 björgin — all 4 cliffs) 420.000 620.000
Hælavíkurbjarg 800.000 400.000
8. Hornbjarg 640.000 360.000
9. Drangey 50.000 100
10. Grímsey 30.000 30.000
11. Rauðinúpur og Karlinn 500 700
12. Skoruvikurbjarg og Stóri-Karl 1.100 1.400
13. Langanesbjörg 1.400 1.100
14. Skrúður 600 5.000
15. Papey 150 1.500
16. Ingólfshöfði 15 1.500
— Rcynisfjall og Reynisdrangar 10 1.000
— Dyrhólaey og drangar 10 1.000
1.946.710 1.529.350
Þetta kemur vel heim við frásögn Hall-
gríms Jónassonar (1946), að langvía og
álka (auk lunda) hafi verið aðaltegund-
irnar í flekaveiðinni. Að meðaltali voru
aðeins 1.4% langvíanna með varpblett.
Það bendir til jjess, að um ókynþroska
fugla hafi einkum verið að ræða. Vegna
þess að stuttnefja er meiri úthafsfugl,
hafa flekarnir ekki veitt þær nema í
mjög litlum mæli.
Aællanir á fjölda
Tafla II sýnir áætlaðan fjölda stutt-
nefju- og langvíupara á jieim varp-
stöðvum, sem talið var á, auk jjriggja
annarra, sem engar talningar eru til frá.
Eg veit um fjögur svartfuglabjörg til
viðbótar sem ég hef ekki komið í;
Hólmsberg (Gull.), Ritur (N.-Isf.),
Blæjuna (S.-Þing.) og Ósfjöll (N.-Múl.).
Niðurstaða áætlana á fjölda er sú, að
um 1.95 milljón para af stuttnefju er að
finna í þessum björgum og um 1.53
milljón langvíupara, eða samtals um 3.5
milljónir para. Þrjú björg bera af hvað
fjölda snertir, Látrabjarg, Hælavíkur-
bjarg og Hornbjarg. Þessi björg hafa um
93% allra stuttnefju- og langvíupara.
227