Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 164
3.5 km frá Flatey, en þar var stórt kríu-
varp. Áberandi var, að þetta ár komu
kríurnar og urpu mjög seint á Flatey. í
Svefneyjum þetta ár varð vart við mikið
af hröfnum, sem lágu í kriuvarpinu, og
stálu þar eggjum. Afrán hrafna kann
því að vera ástæðan fyrir tilfærslu kríu-
varpsins, auk e.t.v. betri ætisskilyrða
kringum Flatey. Flatey er á ystu mörk-
um Vestureyja og sílisgöngur (sandsíli,
trönusíli) algengari en innar á firðinum.
Árið 1973 var algjört toppár hvað
snertir fjölda verpandi kría á Flatey
sjálfri. Þeim fækkaði strax nokkuð árið
eftir, að því er virðist einkum vegna til-
færslu til annarra eyja, m.a. hinna eyja
athuganasvæðisins.
Lundi (Fratercula arctica): Fyrstu lund-
arnir sjást í þriðju viku apríl (1975:
19.4.; 1976: 19.4.; 1977: 22.4.). Á Flatey
eru aðeins fáein lundapör, flest á
Lundabergi, 15 — 20 pör. Þá varp eitt
par 1975—78 á Kjóatanga, og eitt par
1976—78 við Sundavík. Skv. Jóni
Bogasyni hafa lundar lengi orpið á
Lundabergi (sem að vísu mun hafa
heitið Sundaberg, sbr. Ólaf Sívertsen
1840: 117). Áður fyrr (a.m.k. fram yfir
1954) urpu lundar (ca. 7 pör) á snös
norðan í Kjóatanga, inn í Dugguvogi.
Það varp leið undir lok, þegar jarðvegs-
stykki hrundi úr brúninni.
Lundavörp eru í flestum hinna eyj-
anna. Stærstu vörpin eru í Hádegis-
hólma, Flathólma og Lágmúla. Á 4.
mynd eru sýnd útbreiðslumörk lunda-
varpa á athuganasvæðinu.
4. mynd. Núverandi varpdreifing lunda á athuganasvæðinu. Skyggðu svæðin sýna út-
breiðslu varpanna, punktar stök pör og ferhyrningur staðsetningu gamals varpsvæðis. — The
present breeding distribution of Puffin in the sludy area. Stifiþled areas show the extent of breeding
distnbution, dots individual pairs, and square the location of a former nesting area.
200 m
242