Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 165

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 165
Fyrstu kofurnar fara að sjást á sjó upp úr 10. ágúst. í ágústlok hefur lundum fækkað mjög mikið við vörpin. Teista (Cepphus grylle): Eins og áður segir, voru rannsóknir á teistu mitt aðalverkefni, og er því kaflinn um hana nokkuð ýtarlegri en um hinar tegund- irnar. Strjálingur af teistum sést á veturna við Flatey, en ekki í neinum mæli fyrr en líða tekur á útmánuði. Teistur byrja að safnast saman við vörpin í mars (1976: 11.3.; 1977: 7.3.), eða 9—10 vikum fyrir varptíma. Þetta fer liklega nokkuö eftir veðráttu. Varp hefst í 3ju viku maí (1975: 18.5.; 1976: 21.5.; 1977: 17.5.), en um 50% allra para voru fullorpin um mánaðamótin maí/júní. Varpsaga teista á Flatey er nokkuð sérstök. Þannig segir R.Fl., að teistur hafi verið sérstaklega algengar á Flatey 1908 og orpið alls staðar með strönd- inni. Sveinn Gunnlaugsson (munnl. uppl.) segir teistur hafa verið mjög al- gengar fyrstu þrjá áratugi núverandi aldar. Á fimmta áratugnum hafði teistum fækkað mjög á Flatey, eða í aðeins 4—5 pör. Fléldust aðeins fá pör þar til 1966, er teistum tók að fjölga. Síðan hefur teistum fjölgað óvenju mikið, og virðist stærsta stökkið uppá við hafa orðið árið 1971, þótt engar tölur séu til frá því ári. Teistur eru ekki nálægt því eins al- gengar í hinum eyjum athuganasvæðis- ins. Fjöldi teistupara í öðrum eyjum en Flatey var ákvarðaður í júlí/ágúst um leið og ungar voru merktir. Ég hef því fyrst og fremst fundið hreiður, þar sem ungar komust á legg, en fæst þeirra, sem misfórust. Það eru því einungis lág- markstölur sem eru til fyrir aðrar eyjar en Flatey. Fjölgun hefur átt sér stað í hinum eyjum athuganasvæðisins, eins og á Flatey svo og víðar í Flateyjarhreppi. Tafla II sýnir fjölda teistupara í eyjum athuganasvæðisins á áratugnum 1940/50 og eftir því sem vitað er fram til 1974. 5. mynd sýnir hins vegar fjölda og varpdreifingu 1975—1978. Eins og myndin sýnir, virðist fjöldinn á Flatey nú hafa náð jafnvægi. Á Flatey er nú stærsta teistubyggð sem vitað er um á Islandi. Ástæðurnar fyrir þessum langtíma- sveiflum í fjölda teista eru auðvitað ekki fyllilega kunnar. Hugmyndir eru uppi þess efnis, að rottur (Rattus norvegicus) og minkar (Mustela vison) hafi að miklu leyti valdið þessum sveiflum. Mun ég ræða þetta nánar síðar. Fyrstu teistuungar sáust á sjó um 20. júlí, en aðalútleiðslutíminn var fyrstu daga ágústmánaðar. Um 20. ágúst voru flestir ungar komnir á sjó, en vitað er til þess, að ungi var enn í hreiðri seinast í ágúst, þá um 15 daga gamall. Hann hefur átt eftir um 20 daga í hreiðrinu, miðað við eðlilega dvöl unga í hreiðri. Mikið átak var gert í merkingum á teistum á árunum 1973—1978 (1973 af 'Frausta Tryggvasyni). Á þessu tímabili voru 1873 teistur merktar á F’latey en 441 i öðrum eyjum athuganasvæöisins og á sjó við eyjarnar. Nokkur vitneskja hefur fengist um ferðir teistunnar af merkingunum, t. d. hafa tvær verið skotnar við SV. Græn- land (sjá Ævar Petersen 1977) og 2 við austurströnd Grænlands. Teistukofur fara einförum eftir að þær hafa yfirgefiö holurnar seinni hluta 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.