Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 167
5. mynd. Varpdreifing og fjöldi teistuvarppara á athuganasvæðinu. Skyggðu svæöin sýna
öll varpsvæðin á Flatey og þau helstu i hinum eyjunum. Tölurnar tákna cftirfarandi: efsta
talan fjölda varppara í viðkomandi eyju árið f975, næstefsta talan Í976, næstneðsta 1977 og
neðsta talan 1978. Strik táknar, að engin athugun sé til staðar. — The þresent hreeding
distribution and numbers of nesting þairs of fílack Guillemots in the sludy area. Stiþþ/ed areas show the
exlent of all nesting areas on Flaley, but only the þrinciþal ones in other islands. Numbers indicate the
following: toþ figure the number of þairs in resþective islands in 1975, next figure 1976, third 1977, and
bottom figure numbers in 1978. l.ine indicates no observation available.
ná fullorðnu fuglunum. Árið 1974 urpu
hrafnar í Ytri-Máfey en engir 1975.
Árið 1976 var þar fullbúið hreiður en
ekki orpið í það, en árið 1977 var orpið 5
eggjum. Árið 1978 var ekki orpið í
hreiðrið. Hrafnar hafa einnig orpið í
klettum innst á Langey (1966 og 1973).
Árið 1972 varp par í Innri-Máfey.
Skógarþröstur (Turdus iliacus):
Hvorki R.H. né F. Guðm. geta skógar-
þrasta í dagbókum sínum frá 1908 og
1942. Skv. Jóni Bogasyni er ekki vitað til
þess, að skógarþrestir hafi orpið á
Flatey, fyrr en eitt par ca. 1962 (við
F’élagshús). Engir þrestir sáust á Flatey
sumurin 1974 og 1975, en árið 1976 var
eitt par með hreiður (í Ásgarðshjalli) og
komst einn ungi á legg. Árið eftir urpu
þrjú pör, öll innan byggða svæðisins á
Flatey (í langa fjárhúsi við Hjallsvík,
nálægt Símstöð, við Teinæringsvog).
Árið 1978 munu svo hafa verið tvö pör
(við Hjallsvík og langa fjárhús, við
245