Samvinnan - 01.09.1927, Side 11
SAMVINNAN
185
mitt hinir sömu auðmenn og braskstéttir landanna áttu,
en nú gera þessir sömu menn hagsmunasamtök sín á
milli, án tillits til þjóðernis. En því miður er hætt við
að sama verði raunin hér. Kaupmannastéttin heldur
áfram að vera óþjóðleg þó að hún verði íslensk, að
því leyti, sem einstakir menn í þeim hóp sjá sér hag
í að vera á bandi útlendinga og í fylgdarliði þeirra. Ef
til vill er ekki gleggra dæmi um þetta hér á landi en
vinnubrögð ameríska hringsins „Standard Oil“. Hann
stofnar í Danmörku félag sem heitir „Hið danska stein-
olíufélagu. Meiri hluti fjármagnsins og öll yfirráðin voru
í höndum ameríska hringsins, en minni hlutinn danskur.
Þeir lögðu til hið þjóðlega nafn og viðskiftaveltuna. Og
að launum fengu þeir nokkuð af gróða félagsins en vita-
skuld aðeins minni hluta. Danska félagið setti upp deild
hér á landi, sem þótti í meira lagi dýrseld. En eftir að
„frelsiu og „sjálfstæðiu landsins óx á yíirborðinu, þótti
ameríska hringnum heppilegra að sníða fyrirtækinu þjóð-
leg föt. Þá var íslenska deildin skírð í þjóðlegum anda
og kölluð „Hið íslenska steinolíufélagu. Meiri hluti höfuð-
stólsins var frá danska félaginu, sem aftur var undir
ameríska hringnum. En allmargir Islendingar, einkum þó
kaupmenn, gengu inn í þetta útlenda félag, sem kallaði
sig íslenskt, enda beittu þeir menn sér leynt og ljóst
fyrir hagsmunum félagsins og það ekki síður þar sem
þeir fóru í bága við hagsmuni almennings.
m Því miður er þessvegna lítil von um að hvatningar-
orð höf. hali tilætluð áhrif. „Lepparu útlenda síldarhrings-
ins munu álíta hag sínum best borgið með því, að halda
áfram hagsmunaþjónustu undanfarandi ára, undir stjórn
erlenda fjármagnsins, og hætt er við að svo fari í fleiri
efnum. Ef hugsjón höf. á að rætast um þjóðlega verslun,
þá verður það að vera fyrir vaxandi áhrif fólksins sjálfs,
samvinnufélaga að því er snertir almenna verslun og
landsverslun þar sem við er að eiga hringa, erlenda
eða innlenda.