Samvinnan - 01.09.1927, Qupperneq 14
188
SAMVINNAN
inni, Þeir menn höfðu nóga þekkingu til að gera gagn,
en vantaði hinn siðferðislega karlmannskjark, sem er aðal-
uppspretta allra manndáða.
Hr. S. Gf. tekur það ekki beint fram, þó að lesa
megi það milli línanna, hver hluti íslensku verslunarstétt-
arinnar það er sem myndar hina einu verulegu brjóst-
vörn fyrir þjóðlega hagsmuni gagnvart farandsala óstjórn-
inni. Það eru sambandskaupfélögin. Með því að hafa um-
boðsskrifstofur á Norðurlöndum, í Englandi og Þýskalandi
tekst Sambandinu að komast í bein skifti við framleið-
endurna, sem selja vörur hingað til lands. Sú umbót sem
nú er að gerast, að kaupfélögin hafa fasta skrifstofu í
Hamborg en stór þáttur í sjálfstæðisbaráttu íslenskrar
verslunar. Með því sparast íslenskum samvinnumönnum
skattur sá, sem danskir milliliðir leggja á þýskar vörur,
er fara gegnum Höfn til kaupmanna hér á landi.
Astæðan til þess að það eru kaupfélögin sem flytja
tiltölulega mest með skipum Eimskipafélags íslands, og
minst með skipum erlendu keppinautanna er hin sama
og áður er tilgreind um aðstöðuna til erlendu milliliðanna.
í kaupfélögunum er betur menti hluti bændastéttarinnar,
sá hluti hennar sem hefir til að bera þann manndóm, að
vilja lifa frjálsu og óháðu lifi í landinu, njóta sanngjarnra
launa fyrir erfiði sitt, en ekki hafa fé af öðrum. Hér er
aftur fyrst og fremst um siðferðis-, en ekki þekkingar-
yfirburði að ræða.
Ein afleiðing af tillögu hr. S. G., ef framkvæmd væri,
myndi vera sú, að kaupfélögunum væri ekki ætlað að
hafa neina sérstaka fræðslu fyrir starfsmenn sína. heldur
gert ráð fyrir að kaupfélögin fengju starfslið sitt frá gagn-
fræða- og verslunarskólanum. Þessi tillaga er í öfuga átt
við það sem reynslan bendir til, bæði hér og annarstað-
ar. Islenska samvinnuhreyfingin hefir nálega ekkert gagn
haft af skóla þeim sem verslunarstéttin hér hefir haldið
uppi, enda að sjálfsögðu engin veruleg áhersla lögð á í
þeim skóla að búa menn undir að starfa að almennum
hagsmunum. I Pinnlandi eru tveir samvinnuskólar, sem