Samvinnan - 01.09.1927, Side 16
190
SAMVINNAN
inn á tilkostnaði fyrir almenning við stórkaupmennina
annarsvegar með öllu þeirra fylgdarliðí, og samvinnu-
bændurna liins vegar. Hr. Svavar Guðmundsson ritar grein
sína frá sjónarmiði samvinnumanna, sem álíta verslunar-
starfsemina gagnlega að því leyti sem hún fullnægir þörf-
um framleiðenda og neytenda, en 'unsvegar mótfallnir
endalausri starfsmannafjölgun við verslunina. Samvinnu-
menn álíta að þeir sem starfa að verslun eigi að vinna
að því verki með almenningsheill fyrir augum. Kaup-
mannasinnar álíta að verslunina megi reka með hagsmuni
verslunarmannsins fyrir augum, að veita sem flestum at-
vinnu við verslun og með sem hæstuiu launum.
Þegar menn hafa athugað þennan djúptæka stefnu-
mun, kemur í ljós, að samvinnufélögin og kaupmennirnir
eiga ekki samleið, hvorki um undirbúning starfsmanna
sinna né í sjálfu starfinu. Viðhorf þeirra til verslunar-
iðjunnar er gagnólíkt. Samvinnufélöuin vinna að því,
vegna félagsmanna sinna, að hafa réttlátt vöruverð og
starfsmenn ekki nema eftir þörfum viðskiftamanna. Þeir
óska að geríi verslunina innlenda og þjóðlega, og hefir
tekist það, þar sem þeir ná til. Kaupmenn vilja hafa sem
flesta við verslun eins og aðgerðir samkepnismanna sýndu
í meðferð frv. um verslunaratvinnu. Þeir taka fúslega
höndum saman við útlendinga, þó að yfirráð verðlagsins
séu hjá erlendnm mönnum, eins og steínolíumálið, síldar-
veaslunin og agentafaraldurinn sýnir. Að benda þessum
mönnum á hættuna af hinum erlendu yfirráðum er til-
gangslaust af því að fyrir þeim vakir einstaklings- en
ekki þjóðar-umhyggja. Og þar sem hagsmunir heildar-
innar og einstaklinganna rekast á, er einstaklingsrétt-
urinn látinn ráða.
Hr. S. G. minnist á erlend dæmi þar sem
Undantekn- verslunarstéttin liefir verið þjóðleg, og hann
ingar. vonast eftir að svo muni fara hér. Rétt er
að vona hins besta í því efni og skal engu
neitað um framtíðina, aðeins bent á hver reyndin hefir
orðið fram að þessu.