Samvinnan - 01.09.1927, Page 44
218
SAMVINNAN
XI.
H ú n a þ i n g. Húnavatnssýsla eða héraðið upp frá
Húnaflóa ber alt mjög hinn sama svip. Lágir hálsar og
heiðar, lyngi grónai', aflíðandi hlíðar að breiðum dölum,
grunnum og grónum vel. Heiðamar víða og hálsarnir
bygðir, þó strjált sé. Niður við sjóinn undirlendi, engjar
og vötn. í fjarska frá miðsýslunni hringur tígulegra bust-
arfjalla, með hvössum bogum og brotnum línum, vestur á
Ströndum, suður á afrétti og austur á Skaga. En nær-
sýnið alt mjúklega dregnar og smáfríðar myndir. Svip-
ur mikill er með landslagi upp frá Húnaflóa og í Þing-
eyjarsýslu er og einkennilega líkur blær yfir fólkinu.
Báðar sýslumar hafa mikla víðáttu gróins lands á lágum
hálsum og heiðum, en þó oftast skamt bæja á milli niðri
í dölunum. Báðar hafa allmiklar bygðir á lágheiðum, en
góða afrétti á hinum hærri heiðum. Og báðar eru sýslum-
ar girtar risafjöllum.
En miklu er þó fábreyttari fegurð Húnavatnssýslu.
Skóga vantai1, hraunin og fossana miklu, margbreytta
fegurð Laxár og Mývatnssveitar. En mun þó ekki það
svipmót sveitanna, sem á milli er, hafa gefið Þingeying-
um og Húnvetningum það ættarmót er margir þykjast
sjá?
Ólíkt mun þó betra undir bú vestur í Húnavatns-
sýslu. Veðrátta er víst áreiðanlega mildari og betri eftir
því sem vestar kemur á Norðurland. Mildust í Húnavatns-
sýslu, en hörðust í Þingeyjarsýslu. En snjóleysið, engj-
amar hinar góðu niðri í dölunum og landkostir á heiðun-
um og afréttunum, gera auðvelt að framfleyta mörgum
fénaði og- afnotamiklum á hverri jörð, án mikils kostnað-
ar. Og Þingeyingum er hingað hafa flutt sig búferlum,
þykir hér mesta Gósenland, staðhættir heimalegir, en þó
allur búnaður auðveldari.
V a t n s d a 1 u r er mjög auðkendur frá öðrum sveit-
um, veðunnildur, fagur og frjósamur. Hann er einhver
besta sveitin og efnaðasta norðanlands. Furðanlega er þar
langt á milli bæja í slíkri engjasveit, enda hver jörðin