Samvinnan - 01.09.1927, Page 66
240
SAMVINNAN
hans að snúast upp í vöm. Ber margt til. Verslunarfrum-
varp hans náði eigi fram að ganga. Rekstur „stofnunar-
innar“, sem hann veitti forstöðu og hafði að mestu skap-
að, gekk eigi svo vel sem skyldi. Landfógetaembættið var
orfitt og bakaði honum áhygggjur. Loks sóttu að hon-
um féndur og öfundarmenn úr öllm áttum utan lands og
innan. Þó hikaði hann aldrei og vöminni hélt hann uppi
fram á elliár. En tillögur þær, sem hann gjörir síðar um
verslunarmál, stóðu mjög að baki þeim, er fyr hefir verið
getið. Hefir hann og sjálfsagt séð, að þeim mundi eigi
verða framgangs auðið.
Að öllu því athuguðu, sem á undan er farið, dreg eg
það í engan efa, að Skúli hefir verið samvinnumaður í
hug og hjarta. Til þess að gera enn betri grein fyrir þessu,
pkulu tekin fram nokkur atriði, sem eru tvímælalaust
sameiginleg skoðun Skúla og foi’vígismanna kaupfélag-
anna:
1. Almenningur á að eiga hlutdeild í stjórn og rekstri
verslunarinnar.
2. Starfsmannahald og húsaeign á að vera svo lítil
sem unt er og miðast eingöngu við þarfir viðskiftamann-
anna.
3. Almenningur á að leitast við að vera sjálfum sér
nógur, með því að framleiða vöru, sem hvert heimili þarf
á að halda. (Að hinu sama stefna kaupfélög í öllum lönd-
um með vaxandi iðnrekstri).
4. Öll undirmál í viðskiftum eiga að hverfa. Þjóðin á
að standa reikningsskap gjörða sinna og ábyrgjast afglöp
sín. Almenningur á ekki að hika við að hætta fjármunum
sínum í bili, þegar um framtíðarheill er að ræða. Hug-
sjónir eru meira virði en fé.
Mikilmenni eiga venjulega tvennskonar Þránda í götu
sinni. Aðrir eru þeir, sem eiga nógu mikla lítilmensku og
eigingirni til þess að telja sér sæmandi að lifa á meinum
þjóðfélagsins. Þeir vinna á móti breytingum, af því að
þær rekast á persónulega hagsmuni þeirra. Þeim mönn-
um svipar til hrafnsins, sem vill að kindin sé látin kyr í