Samvinnan - 01.09.1927, Qupperneq 100
274
SAMVINNAN
verkalýð nýlendanna. Ennþá er hann ekki orðinn nógn
samtaka, en þegar hann hefir sameinast, brýtur hann dk
auðvaldsins af sér, tekur framleiðslutækin í sínar hend-
ur og notar þau í þjónustu sanngirninnar og réttlætisins.
Ófriðarhættan er það versta, sem stafar af yfirráð-
um auðvaldsins en þó er mörg önnur bölvun sem af þeim
leiðir, þó friður sé.
Langur vinnutími, sultarlaun, atvinnuleysi, okurverð
á lífsnauðsynjum, stjórnleysi í öllum verslunarháttum.
Alt eru þetta afleiðingar núverandi þjóðskipulags eða öllu
heldur þjóðskipulagsleysis. Þessu er viðhaldið, og þetta
er vemdað af skólum auðvaldsins og blöðum þess. Morg-
unblaðið, Vörður, Vísir eða hvað þau nú heita, sjá ekk-
ei*t betra fyrir hina íslensku þjóð, en að taka það sér til
fyrirmyndar.
Nokkuð er hægt að læra af hringunum. Reynsla
þeirra sýnir að verslun og iðnaður í stórum stíl, gefur
bestan arð. En meðan einstakir menn eiga alt saman fer
allur ágóðinn af bættu skipulagi í þeirra vasa. Úr þessu
má bæta með því að gera hringana að samvinnufélög-
um, eða ríkiseign. Framleiðsla Islendinga er svo einhæf
að vér höfum lítið af framleiðsluhringum að segja. Hins-
vegar er þegar farið að bóla á hringamyndun í verslun
landsmanna, og er ólagið á verslun landsins svo mikið að
ekki mun ofmælt að hver íslendingur eyði fjórða hluta
æfi sinnar, til að vinna fyrir þá sóun, sem verslunarólag-
ið kostar landsbúa. Kemur ólag þetta fram ýmist í
ósanngjömu verðlagi eða þá með því að verslanimar eru
mörgum sinnum fleiri en vera þarf.
I verslun landsmanna er svo fest miklu meira fé,
heldur en þörf er á, fé, sem annars mætti nota til fram-
kvæmda, er komið gætu landsmönnum að einhverju
gagni.
Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hér á landi til
að bæta verslunina hafa borið góðan árangur, þó ýms
mistök hafi orðið hjá sumum kaupfélögum, getur eng-
inn neitað því, að hagur bænda væri allur annar og verri